Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 5
ÞÖR JAKOBSSON:
INNGANGUR
Á nœsta ári mun Breska sálarrannsóknafélagið halda hátíðlegt 100 ára
afmæli sitt. Það félag var fyrirmynd annarra slíkra, sem stofnuð voru
viðsvegar um lönd, )>ar á meðal islenska sálarrannsóknafélagsins.
Félög l>essi kenna sig við rannsóknir, en mjög var misjafnt hversu vel
og dyggilega visindin voru stunduð. Minntu sum þeirra frekar á stjórn-
málasamtök, en önnur á trúflokka. Baráttumál og kenningar sálarrann-
sóknafélaganna báru í áratugi keim af deiluefnum upjjhafsáranna. Ekki
veitti af baráttugleðinni, því að drekar fnæstu og sóttu að úr tveimur átt-
um: annars vegar bókstafstrúin og hins vegar efnishyggjan.
Sólarrannsóknir hafa reyndar tekið stakkaskiftum. Athyglisverð er sú
greining, sem vai-ð að miklu leyti á fjórða áratugnum fyrir tilstilli dr.
J. B. Rhine. Farið var að nota aðferðir, sem menn læra á löngum tima i
háskólum. Sálarrannsóknir urðu þá á ný sam'bærilegar við önnur visindi,
eins og til var ætlast af stofnendum sálarrannsóknafélaganna. Rhine nefndi
fræði sín „parapsychology", sem islenskað hefur verið „dulsólarfræði".
Það er sjálfsagt erfitt fyrir marga að átta sig á þessum orðaleikjum og
gera greinarmun á sálarrannsóknum og dulsálarfræði (eða dularsálfæði),
sem eiginlega ætti enginn að vera. Þar við bætist, að fræðunum er oft
ruglað saman við andahyggju, öðru nafni spiritisma, og andatrú.
1 Morgni næstu misserin verður gerð grein fyrir þessari þróun og jafn-
framt reynt að sjá hvað hafi breyst á 100 árum. Á ég þar í rauninni ekki
við breytingar á félagslifi og afleiðingar af meira eða minna tilviljunar-