Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 27
AFSTAÐA . .
25
indin kunni að smitast af trúarbrögðum og „svartagaldurs-
kukli“. önnur ástæða er fordómar og er yfirlýsing banda-
riska sálfræðingsins D. O. Hebb sígilt dæmi þar um:
„Hvers vegna viðurkennum við ekki ESP (extra sensory
perception: skynjun án milligöngu skynfæra, — innskot mitt)
sem sálfræðilega staðreynd? Rhine hefur birt sannanir, sem
mundu hafa sannfært okkur, ef hér væri um að ræða hvaða
deilumál annað sem vera skyldi, þar sem unnt væri að geta
sér til um, hvernig hlutirnir gerðust" . . . „Persónulega viður-
kermi ég ekki ESP eitt einasta augnablik, því þar er engan
þráð að finna. Sá ytri mælikvarði, sem ég nota bæði i efna-
fræði og eðlisfræði segir mér, að ESP sé ekki staðreynd, þrátt
fyrir hin raunhæfu sönnunargögn, sem lögð hafa verið fram.
Eg get ekki séð, að starfsbræður mínir hafi neina aðra ástæðu
til að hafna þeim“ . . . „það er eins vist, að það eigi eftir að
koma á daginn, að Rhine hafi rétt fyrir sér, enda þótt það sé
ósennilegt samkvæmt minni skoðun, og ástæðan fyrir því
að ég hafna skoðunum hans, er i bókstaflegum skilningi —
fordómar.“
Enn eina ástæðu má nefna, ástæðu sem reyndar á sér djúp-
ar rætur í vísindalegri hugmyndafræði enn þann dag i dag
og er það hin lifseiga vélhyggjukenning, er kom upp á síð-
ustu öld. Eitt einkenni vélhyggjunnar er, að litið er lagt
upp úr persónulegri reynslu einstaklinga, en eins og við vit-
um, er persónuleg upplifun einmitt veigamikið einkenni dul-
rænna fyrirbæra. Prófessor Páll Skúlason hefur m.a. þetta
um vélhyggjuna að segja:
„Á 18. og 19. öld verður vélhyggjan sjálfsögð í augum
fjölda náttúruvísindamanna. Skopast var að rómantískum
heimspekingum, sem höfnuðu vélhyggjukenningu eðlisfræð-
innar og boðuðu að náttúran væri óendanlega flókið og dá-
samlegt lífríki, sem umlyki mannlífið, vísindi og tækni. Þess-
um hugmyndum var hafnað sem óskiljanlegri þvælu og
kjaftæði sem i skásta tilfelli mætti flokka undir lélegan skáld-
skap. Heimurinn skyldi skoðaður eins og gifurlega flókin
vél sem lyti fáeinum meginlögmálum, en svo slór og marg-