Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 83

Morgunn - 01.06.1981, Side 83
DULSALARFRÆÐINGAH ÞINGA 81 tilrauninni stóð. Þetta var gert til þess að einangra miðilinn eins og hægt var frá öllum ytri tengslum við þátttakandann. Margir miðlar „fiska“ jú eftir upplýsingum hjá fólki og alltaf er hægt að geta sér til um vissa hluti, af útlitinu einu saman, auk þess, sem við vildum ekki að þátttakandinn heyrði í miðl- inum. En þó að þessar varúðarráðstafanir geri tilraunirnar mark- tækari frá vísindalegu sjónarmiði, þá stuðla þær auðvitað að því að gera þær ópersónulegri og „ómannlegri“, og er það galli. Þegar allir aðilar höfðu komið sér fyrir, sagði Hafsteinn deili á fólkinu, eftir því sem hann komst næst. Þátttakendur í tilrauninni voru flestir af íslensku bergi brotnir, sumir þó frá hinum Norðurlöndunum, en voru allir búsettir í Banda- rikjunum og höfðu verið um langt skeið. Hafsteinn vissi ekki deili á neinum þeirra, svo vitað væri, og margir þeirra höfðu aldrei heyrt Hafsteins getið. Allt, sem fram fór, var tekið upp á segulband. Þátttakendur voru númeraðir, án þess að vita það sjálfir og að loknum tilraununum voru lýsingar Hafsteins leiknar fyrir þá af segulbandinu og þeir beðnir að velja þá lýsingu úr, sem þeir könnuðust við að gæti ótt við þó. Dæmið gekk upp hjá meirihluta þátttakenda, þ. e. þeir völdu rétta lýs- ingu, þótt ekki könnuðust þeir við alll, sem fram kom. Enda fór Hafsteinn stundum svo langt aftur í tímann og talaði þá um hluti, sem fólkið liafði ekki hugmynd um, eins og gömul fjölskyldutengsl þeirra á fslandi, t. d. mann, sem amma eins af þátttakendunum hefði þekkt og verið í einhverjum tygjum við, áður en hún giftist. En þegar á heildina er litið, tókst jiessi tilraun svo vel, að niðurstöður hennar teljast tölfræðilega marktækar.“ „Þú lifir aSeins tvisvar“. Prófessor Stevenson telst svo til að hann hafi rannsakað um tvo þriðjuhluta skráðra tilfella i heiminum, þar sem líkur benda til þess að um fleiri en eina jarðvist hafi verið að ræða 6

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.