Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 17
SKILNINGUH . . .
15
raunverulega til, því að hann vildi ekki ganga út frá því, að
Jesús hefði haft tímabundinn skilning á þessu efni. Flestir
nútímaguðfræðingar munu þó líta öðruvísi á málið. Jesús
fylgdi lækningaaðferðum síns tíma, nema hvað þess verður
aldrei vart, að hann hafi beitt töfrum, eins og algengast var.
Einu sinni notaði hann munnvatnið, þegar hann var að lækna
heyrnar- og málvana mann. En í hans tíð var litið svo á, að
munnvatnið hefði græðandi og heilsusamleg áhrif. Annað
hvort hefir hann því notað venjulegt húsráð eða þá, að í þessu
hefir falist einhvers konar bendingamál til að komast i sam-
band við heyrnarskertan mann. Munnvatnið var ekki töfra-
meðal. En hvaða skilning sem menn hafa á aðferðinni sjálfri,
var brottrekstur hins illa anda liSur í baráttu Krists fyrir upp-
byggingu gu'Ösríkis. Illir andar gerðu árás á sjálft sköpunar-
verkið með því að rifa niður og spilla því samræmi, sem ríkja
skyldi í heilbrigðri veröld. Hér var að fara fram barátta milli
kosmos og kaos, milli ljóss og myrkurs, svo að tekin sé líking
af sköpimarsögunni. Jesús vann verk sín ekki til að fá aðdáun
að launum, heldur til að efla hið heilbrigða líf sköpunarinnar.
Þessi skilningur kemur greinilega fram í því orði, sem sam-
stofna guðspjöllin þrjú nota oftast um yfirnáttúrleg verk Jesú.
Þau eru dynameis, krajtar, kraftaverk. Þau sýna, að Jesús er
sterkari en þau öfl, sem rífa niður heiminn. Skilningur guð-
spjallanna var í fullu samræmi við þær hugmyndir, sem al-
menningur gerði sér um baráttuna gegn óvinum sköpunar-
verksins.
Jóhannesarguðspjall fer hér töluvert aðra leið en hin guð-
spjöllin. t>að segir sögur af atburðum, alveg eins og hin guð-
spjöllin, en það gerir um leið þessa atburði að eins konar tákri-
máli, sem felur i sér æðri sannindi. Hin yfimáttúrlegu verk
Jesú vom ekki fyrst og fremst máttarverk, heldur táikn. Sem
dæmi má nefna, að þegar Jesús læknar blindan mann,
er það tákn þess, að hann opnar augu manna í and-
legum skilningi, svo að þeir sjá hver hann er, og taka
trú á hann. Þannig skýrðu höfundarnir kraftaverkin eða
nefndu þau eftir því, hvernig þau féllu inn í hugmynda-