Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 58
56
MORGUNN
Þetta virðist nú fáránleg fjarstæða frá sjónarmiði venju-
legrar stjarnfræði, sem lítur á himinhnettina sem dauða efnis-
kekki og ekkert annað. En sé litið á sérhvern himinhnött
sem lífi gædda verund, séu sólirnar guðir, eins og Brúnó
kenndi, þá breytist viðhorfið. Hnettirnir eru þá annað og
meira en hinir lýsandi efnisdeplar, sem vér sjáum á himni.
Þessir sýnilegu efnisdeplar eru þá ekki annað en aukaatriði
ennþá stórkostlegri veruleika, að sínu leyti eins og skynlíkami
mannsins er í raun og veru aukaatriði hjá hinum æðri eðlis-
þáttum hans. Hinir raunverulegu hnattheimar eru sam-
kvæmt þessu veruleiki æðri efnissviða miklu víðáttumeiri,
margþættari og dýrðlegri en hinir sýnilegu efnisdeplar himin-
hvolfsins, svo heillandi sem oss virðast þeir á að líta. Og sé
litið á himinrúmið sjálft sem lifi gædda verund, þá er sú
hugsun nærlæg, að sérhver himinhnöttur sé eigi annað en
eins konar fruma eða orkustöð í stjarnheimalíkama ennþá
æðri og voldugri verundar. Þó að vér getum litla hugmynd
gert oss um það, með hverjum hætti þetta megi gerast, felst
þó í fyrrgreindri hugsun glögg bending í þá átt, að sólkerfið
og þar með jörðin með þvi lifi, sem á henni er, geti ekki verið
cháð umhverfi sinu i Vetrarbrautinni.
Ég fer ekki lengra út í þá sálma. En staðreynd er, eins og
áður sagt, að vér erum nú á mótum Fiskialdar og Vatnsbera-
aldar, en það hlýtur að tákna, að vitundareðli mannkyns sé
einnig á tímamótum.
Manngerð Fiskialdar einkennir það, að vitundarlíf hennar
er fremur á geðsviði en hugsviði. Slíkir menn lifa fremur
i heimi Þlfinningar en hugsunar. Þeim er gjamt að móta
skoðanir sínar eftir hefð og áhrifavaldi. Hugsjónatryggð og
fórnfýsi eru meðal höfuðdyggða þeirra, en oft hættir þeim um
of.til einsýni, strangtrúnaðar og ofstækis eins og einatt hef-
ur fram komið ófagurlega á undanförnum tveim þúsundum
ára i ofsóknum og styrjöldum af trúmálaástæðum.
Hér lilýtur nú að verða breyting á. Heimsöld þessi hel’-
ur lokið mikilvægu hlutverki sínu. Heiminum er ætlað að
taka miklum og gagngerum stakkaskiptmn frá Fiskiöld til