Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 6
4
MORGUNN
kenndum flokkadrætti, sem gjarnan verður öðru iiverju í rótgrónum fé-
lögum og stofnunum. Hér er átt við endurskoðun, sem er miklu viðtækari
og ristir dýpra: hver er þekking mannkynsins að þessum 100 árum liðnum?
Hvað vita menn nánar nú en þá um lífið og tilveruna?
Ötrúlegar framfarir hafa orðið i náttúruvísindum og öðrum fræðum
síðastliðna öld. Við þekkjum mun betur ferla lifsins og alheiminn en stofn-
endur sálarrannsóknafélaganna og samtímamenn þeirra. Ætti sú mikla
þekking ekki að hafa nein áhrif á lifsskoðun okkar? Vmsir mundu sam-
sinna því, en harla margir virða nýja vitneskju að engu.
Margir eru þeirrar skoðunar, að visindin séu forvitnisiðja ein, sem í
besta falli færi mönnum í hendur nýtt farartæki eða, illu heilli, nýtt vopn.
„Þekking er eitt, lifsskoðun er annað óskylt" mætti i rauninni telja eink-
unnarorð þeirra, sem aðhyllast óbreytta heimsmynd forfeðranna, trú for-
feðranna. Þessir menn telja sig ekki þurfa á að halda nýrri þekkingu,
vísindum.
Nýlega var haldin allmikil ráðstefna í höfuðborginni um trúmál. Þar
voru haldin mörg erindi um trú annars vegar og allt milli himins og jarðar
hins vegar — nema: trú og þekkingu!
Það rikir undarlegt vopnahlé í mannheimi, eins konar geðklofi i manns-
andanum og þykir það jafnvel bera vitni um viðsýni að telja tvennt óskylt:
það sem menn vita og það sem menn telja hin hinstu rök.
Hjá Fornegyptum stunduðu prestar vísindi og „visindamenn“ kenndu
mönnum æðstu sannindi og um hið guðlega. „Kennimenn" og „visinda-
menn“ voru einu og sömu mennirnir. Kannski væri vert að stefna að slíku
samræmi á ný.
Vísindin verSa aS þekkja sinn vitjunartíma og leggja til djarfari hug-
myndir um lífiS og tilveruna — og fræSin um hinstu rökin, „guSfræSin“,
verSa aS þoka sér á bekknum í átt til náttúrufrœSanna og fjarlægjast
sagnfrœSina.
Hvað sem slíkum meiri háttar málum liður, ættu sálarrannsóknafélög
í sífellu að endurskoða afstöðu sina. Þau ættu ekki að víla fyrir sér að
leggja fyrir róða tilgátur, sem léttvægar hafa fundist. Furðu litið hefui'
skýrst þessi 100 ár af þvi sem frumherjarnir ætluðu sér að skilja — eða
ætluðu þeim sem kæmu næst. Náttúran reyndist lika æði flókin. Efnis-
heimurinn svonefndi er þúsund sinnum margþættari en þessa visu menn
óraði fyrir, já, hann er svo margslunginn og til svo margra hluta vís, sam-
kvæmt nútímaþekkingu náttúruvisindanna, að það hefur í rauninni aldrei
verið auðveldara að vera „efnishyggjumaður" en einmitt í dag.
Engu að siður eru gátur á hverju strái. Við botnum ekki í þvi sem fram
fer, þrátt fyrir fullyrðingar margra um stórasannleik fundirm í eitt skifti
fyrir öll. Næg verkefni eru fyrir hendi. Tilgátan, sem sálarrannsóknafélög