Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 47
SAI.FARIR . . .
45
Loks er eitt atriði í frásögu Benjamíns, sem auðvitað er ekki
hægt að byggja á sem sannanaatriði, en er þó eftirtektarvert
eigi að síður. Honum finnst Svava litla, dóttir okkar koma til
sín, sömuleiðis i sálförum, og spyrja, livort hann hafi séð hana
litlu systur sína. Barnið var að visu drengur, og staðhæfing
litlu stúlkunnar um systur sína kemur því ekki heim við veru-
leikann. En þessi staðhæfing kemur aftur á móti heim við
það, sem Svava litla sjálf hélt að væri. — Nokkru eftir að
drengurinn fæddist, vöknuðu systur hans, sem sváfu i næsta
herbergi. Ég sagði þeim frá því, að þær væru búnar að eign-
ast lítinn bróður, en þær voru þá svo sannfærðar um, að það
væri systir, að ég átti fullt i fangi með að fá þær til að trúa
mér. Með öðrum orðum, hugmyndir litlu stúlknanna, er þær
voru nývaknaðar, komu einkennilega heim við það, sem Benja-
min finnst að önnur þeirra hafa sagt við sig, meðan líkami
hennar enn var í svefni.
Mörgum mun finnast samtal Benjamins og hins ósýnilega
vinar hans fagurt til umhugsunar. Samkvæmt því eru ferðir
hins framliðna lika einskonar sálfarir. Einhver hluti af per-
sónuleika hans yfirgefur þann líkama eða það gerfi, sem hann
venjulega hefir í dýrð hinna æðri tilverusviða, ef verða mætti,
að návist hans við jarðneskan sjúkrabeð hefði heilnæm og
styrkjandi áhrif. Segja má, að á þetta séu litlar sönnur færðar
í frásögu Benjamins, en mér finnst, að þar sem önnur þýð-
ingarmikil atriði reyndust rétt — og þá fyrst og fremst barns-
fæðingin sjálf, sé vanhugsað að slá striki yfir þennan þátt
úr reynslu sálfarans.
Jakob Jónsson.
L