Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 86
HILDUR HELGA SIGURÐARDÖTTIR:
Ég held að margir, sem eiga
velgengni að fagna noti hetta,
meðvitað eða ómeðvitað
— segir eÖlisfrœðingurinn Helmut Schmidt
um dulrœna hæfiLeika.
Helmut Schmidt er eðlisfræðingur að mennt og starfaði
upphaflega eingöngu sem slíkur. Á fyrstu ánmum eftir seinni
heimsstyrjöldina vaknaði áhugi hans á dulsálarfræði og s.l.
10 ár hefur hann helgað sig henni eingöngu. Schmidt starfar
nú við stofnun, sem fæst við rannsóknir á sviði dulsálar-
fræði, „Mind Science Foundation“, í borginni San Antonio
í Texas i Bandaríkjunum. Hann hefur þó ekki lagt eðlis-
fræðina á hilluna, heldur notfært sér hana við rannsóknir
sínar og reynir að samræma þessar greinar, þ.e. dulsálar-
fræði og eðlisfræði, sem fljótt á litið kunna að virðast fjar-
skyldar.
Blaðamaður Morgunblaðsins tók Schmidt tali, er hann sat
ráðstefnu dulsálarfræðinga í Háskóla Islands á dögunum og
innti hann m. a. eftir því hvernig stæði á áhuga eðlisfræðinga
á dulsálarfræði.
„Áhugi eðlisfræðinga á dulsálarfræði vaknaði mjög
snemma,“ sagði Schmidt. — J. B. Rhine hefur verið nefndur
faðir dulsálarfræðinnar. Hann setti á fót fyrstu stofnunina,
sem fékkst eingöngu við dulsálarfræðilegar rannsóknir i Dur-
ham, N-Karólínu. Þó að Rhine væri reyndar þeirrar skoðunar
að dulsálarfræði tengdist ekki efnisheiminum á neinn hátt, þá