Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 28

Morgunn - 01.06.1981, Page 28
26 MORGUNN brotin að hóp sérfræðinga þyrfti til að kynnast hverjum ein- stökum þætti í gangverki hans. Þessi vélhyggjukenning um vísindin og veröldina á enn mikiu fylgi að fagna, þrátt fyrir það hversu hryllilegar afleiðingar fylgispekt við hana get- ur haft“ . . . „Gildisdómar — þ.e. dómar um siðferði, fegurð, hagsmuni o.s.frv. — eru samkvæmt umræddri kenningu algerlega afstæðir og breytilegir frá einum manni til ann- ars; ástæða þessa er sögð vera sú, að sameiginlegur mæli- kvarði i þessum efnum sé enginn til. Þessi staðhæfing er röng: það eru til sameiginlegir mælikvarðar á rétt og rangt, gott og illt, fagurt og ljótt. Ef svo væri ekki, þá væri mönnum ókleift að komast að nokkurri sameiginlegri niðurstöðu um slik mál og samlíf manna væri ofurselt algeru gerræði og ofbeldi“ . . . ,.Með þessu er ég ekki að segja að fegurð og fjar- lægð séu staðreyndir í nákvæmlega sama skilningi" . . . „Ég er einungis að vara við þvi að útskúfa staðhæfingum um verð- mæti og gildi úr visindum með þeim rökum að þær séu al- gerlega afstæðar. Sú skoðun er röng. Gildisdóma má að öll- um jafnaði hrekja eða rökstyðja eins og aðra dóma um stað- reyndir." Þessu til viðbótar mætti nefna sérstakt einkenni á nútíma- vísindum, er í fljótu bragði kemur undarlega fyrir sjónir: því lengra frá manninum sem viðfangsefni viðkomandi vís- indagreinar er, því virðulegri er hún talin (t.d. eðlisfræði), en því neðar í þessari virðingar- eða goggunarröð, sem við- fangsefni þeirra snertir manninn meira (t.d. almenn sálar- fræði og dulsálarfra^ði). Við nánari athugun sést að þessi sjónarmið eru eðlileg afsprengi vélhyggjunnar. Hér hafa verið raktar nokkrar ástæður fyrir hinni geysi- legu tortryggni vísindamanna i garð svonefndra dulrænna fyrirbæra. Að ýmsu öðru þarf þó að hyggja. Það er stað- reynd, að fyrirbæri þessi eru eitt viðkvæmasta deiluefni sem til er og að fólk á oft mjög erfitt með að láta skynsemina verða lilfinningunum yfirsterkari í þessum efnum. Algengt er, að menn séu ýmist dyggir stuðningsmenn eða hatramir andstæðingar hugmynda um dulræn efni, framhaldslif o.fl.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.