Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 22
20
MORGUNN
lega, enn sjaldnar, aldrei), 2) berdreymi (mánaðarlega, á
nokkurra mánaða fresti, sjaldnar, aldrei), 3) trú á tilveru
hugskeyta og forspárhæfileika (óhugsanleg, möguleg, viss)
og 4) lestur bóka og greina um dulræn efni (oft, sjaldan,
aldrei).
Að öllum tilraunum loknum var þátttakendum raðað og
þeir númeraðir frá 1 til 449. Sálfræðinemar, sem tilraunina
gerðu, voru settir í stafrófsröð, bekkjum hvers þeirra raðað
eftir aldri og loks var nemendum hvers bekkjar raðað eftir
stafrófsröð. Númer eitt varð því sá framhaldsskólanemandi, er
var fremstur i stafrófi yngsta bekkjar þess sálfræðinema, sem
var fremstur í stafrófi sálfræðinemanna, er framkvæmdu til-
raunina. Þá voru fengnar frá Reiknistofu háskólans 450 núm-
eraðar raðir af tilviljunarbókstöfum með 100 bókstöfum
(LXYOZ) i hverri röð. Bókstafaraðirnar voru færðar inn á
númeruð blöðin með reitunum, merkt við hverja rétta lausn
og þær taldar hjá hverjum manni fyrir sig. Til að forðast
villur var farið tvisvar yfir öll gögn.
Þar sem fimm mismunandi bókstafir eru notaðir og reit-
irnir 100 hjá hverjum þátttakanda, má að meðaltah búast
við 20 réttum lausnum á mann. Meðaltalið fyrir alla 449 þátt-
takendur reyndist 19,86 réttar lausnir sem er aðeins óveru-
legt frávik frá meðaltilviljun.
Sé mönnum hins vegar skipt í flokka eftir svörum þeirra
við einstökum spurningum, kemur i ljós töluverður munur á
meðalgildum réttra lausna í forspárprófinu eins og sjá má i
meðfylgjandi töflu. Reiknivinna fór að mestu fram i tölvu
Reiknistofunnar.
Tökum fyrst spurninguna um trú á tilveru hugsanaflutn-
ings og forspárhæfileika. Þeir 90, sem töldu sig vissa um til-
veru þeirra, hlutu 41 fleiri réttar lausnir en búast hefði mátt
við fyrir meðaltilviljun (fræðilegt meðalgildi). Þeir fengu að
meðaltali 20,46 réttar lausnir. Hinir 331, sem töldu slík dul-
ræn fyrirbæri möguleg, hlutu að meðaltali 19,83 réttar lausn-
ir. Þeir 28, sem töldu þessi dulrænu fyrirbæri óhugsanleg,
fengu að meðaltali 18,25 réttar lausnir eða 49 fœrri réttar