Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 72

Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 72
70 MORGUNN iðnaðar, eykur hröðuni skrefum koltvísýringsmagn í loft- hjúpi jarðar. Vísindamenn hafa lengi bent á þá hættu, sem af þessu kann að stafa. Ef koltvísýringsmagnið í loftinu eykst, eins og orðið gæti, ef ekkert verður að gert, þá mun það verða til þess að auka að mun meðalhitastig á jörðinni, þar sem kol- tvísýringurinn dregur úr hitageislan jarðar. Þetta myndi valda bráðnun jöklanna á heimskautunum, en við það myndi sjávarborð hækka svo, að talsverður hluti af láglendi jarðar og fjöldi stórborga færi i kaf. Enn er þó ótalið það, sem skelfilegast er af öllu, þegar v>m það er að ræða, hversu maðurinn eitrar umhverfi sitt. Þetta eru hinar nýju skordýra- og illgresiseiturtegundir. — Á styrj- aldarárunum fóru fram margvislegar tilraunir í því skyni að finna sem banvænastar stríðseiturtegundir. Þá uppgötvuðu menn DDT-eitrið og önnur þvilík efni, sem reyndust sérstak- lega skæð skordýrum. Brátt var tekið að nota efni þessi til þess að úða ávaxtagarða, akra, og skóga í því skyni að út- rýma skordýrum þeim, er lögðust á nytjajurtir og spilltu uppskeru, svo og til að drepa illgresi, og fyrr en varði var framleiðsla þessa voðaeiturs orðin að stóriðju. Árið 1960 var framleiðsla þess í Bandaríkjunum komin upp í 480 000 lestir, en það magn nam að söluverðmæti 22 miljörðum íslenzkra króna að núverandi gengi. Síðan mun framleiðsla þess hafa aukizt mjög stórkostlega. Árið 1962 kom út í Bandaríkjunum bók, er nefnist á frum- málinu „Silent Spring". Bók þessi hefur verið þýdd á íslenzku og heitir á vora tungu „Baddir vorsins þagna“. Höfundur er Rachel Carson, mikilsvirt og viðkunn vísindakona. Hún lýsir þvi á hrollvekjandi hátt, hvernig þá þegar er komið, er bókin var rituð, fyrir áratug eða um það bil. Bændur stráðu eitrinu yfir lönd sin, eggjaðir og til hvattir af söluskrumi auðfyrir- tækjanna, sem ólyfjanina framleiddu og auglýstu sem allra meina bót i landbúnaði. Rachel Carson dregur upp raunsanna mynd af þeirri hringrás dauðans, sem markar feril eiturefna þessara í Bandaríkjunum og annars staðar, þar sem þeim hefur verið beitt. Eitrið, sem úðað er, drepur að vísu skor-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.