Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 31
AFSTAÐA . . .
29
deild Orkustofnunar, frá 21. júní 1977: „Á dögunum fékk
hann (Gunnar Thoroddsen) . . . kuklkerlingu frá sjálfu Guðs
Eigin Landi . . . Hafði meira að segja svartan galdrakassa
og töfrasprota . . . Stafur þessi er klofinn í endann og kom
gömlum unnendum Andrésar Andar kunnuglega fyrir sjónir,
enda alþekkt fyrirbæri úr þeim bókmenntum, einkum fyrir
góða þjónustu við útþennslustefnu Onkel Jóakims á sviði
gulls og olíu. I barnslegri einfeldni minni hafði ég haldið
að stafgreyið væri hugarfóstur Walt Disneys.“
Nokkru fyrr mátti sjá eftirfarandi klausu í grein eftir Sig-
urð Þórarinsson: „Ég álit það reginhneyksli að þessi kona
skuli hafa verið fengin til þess að koma hingað til lands, og
raunar er það furðulegt, að slík miðaldamennska skuli á ein-
hvern hátt vera bendluð við vísindi.“
Hvorugur reynir að færa rök fyrir máli sínu, — hægur
vandi hefði verið að kynna sér áreiðanlegri heimildir um
jarðkönnun en Andrés Önd og finna þá rök með og móti gildi
slíkra aðferða og meta á hlutlausan hátt. Þama er þá allt
hið yfirvegaða hlutleysi og það í svo skýru ljósi að maður
hefur á tilfinningunni, að menn þessir hefðu vel getað hugs-
að sér að efna til galdrabrennu.
Hér hafa verið dregin fram dæmi um óvísindaleg vinnu-
brögð og jafnvel óheiðarleika innan hinna virtu visinda-
greina. En verum þess minnug, að áhugamenn um dulræn
efni hafa einnig sína veikleika. Má þar nefna bæði slæleg
vinnubrögð við rannsóknir og hrein svik. Alvarlegust er þó
líklega of mikil trúgirni. Fólk, sem hefur það á stefnuskrá
sinni að trúa gagnrýnislaust öllum sögum um dulraen fyrir-
bæri hlýtur að vinna málum þessum ógagn þegar til lengdar
lætur. Verum þess minnug, að vísindalegar rannsóknir á
dulrænum fyrirbærum em í raun í burðarliðnum og á afar
viðkvæmu stigi.
Á undanförnum ámm hefur rannsóknargrein þessari bor-
ist glæsilegur liðsauki úr x'öðum eðlisfræðinga og í leiðinni
ný rannsóknatæki og nýjar aðferðir við rannsóknir. Ef vel
tekst til um framhald þessara i'annsókna á næstu árum má