Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Side 60

Morgunn - 01.06.1981, Side 60
58 morgunn Snemma á þessari öld samþykktu Hvítbræður að stíga ann- að mjög mikilvægt skref í hina sömu átt. Það var í því fólgið að velja úr hinum hugþroskaðasta hluta mannkynsins og sameiningum þeim, sem fyrir voru, nýtt starfslið manna, er ættu það sameiginlegt, að þeir væru andlega hneigðir, góð- viljaðir, óeigingjarnir og fúsir til þjónustu. Um starðslið þetta hefur verið komizt svo að orði: „Þetta er ‘hin nýja samein- ing mannkynsþjónenda’, alþjóðlegt samverkalið, sem nefnt hefur verið ‘von hinnar nýju aldar’. Sameining þessi á sér ekkert ákveðið skipulag á hinum ytri sviðum, og þeir, sem til hennar teljast, eru þess einatt með öllu óvitandi, að þeim sé hlutdeild ætluð í slíku samfélagi. Þeir eru menn allra stétta og þjóða, allra trúarhragða eða engrar trúar. Heims- umbætur og velfarnaður mannkyns i öllu tilliti er þeim meira hugðarefni en þau mál, er varða þá sjálfa“. Þessu lik er hin nýja manngerð Vatnsberaaldar, sem gæta mun æ því meira sem lengur líður á öldina og eiga mun drýgstan þátt i því að bjarga heiminum. Því að mannkynið verður að bjarga sér sjálft. Það verk getur enginn annar unnið fyrir það, þó að það geti hinsvegar vænzt allrar þeirrar leiðsagnar, sem unnt er að láta í té, af hálfu þeirra bræðra sinna, sem lengra eru komnir. Um þessar mundir, er Vatnsberaöld er að hefjast, veltur mikið á því, að umskiptin í vitundarheimi mannkynsins svo og þjóðfélagsháttum þess takist, svo sem til er ætlazt. Margs konar orkustreymi, sem bundið er þessum tímamótum, bein- ist nú að heimi manna, bæði frá æðri sviðum hnattarins og utan úr geimnum. Þetta orkustreymi getur orðið mannkyn- inu mikil hjálp og blessun, ef rétt er við snúizt. Það gæti hins vegar valdið miklum skaða, ef viðbrögð reyndust nei- kvæð. Mannkyninu býðst um þessar mundir tækifæri, sem því mun ekki veitast aftur um langan aldur. Mistakist þvi að gripa þetta tækifæri, getur það orðið til þess að seinka þróuninni um margar aldir. En Tibetinn er reyndar bjartsýnn i þessu efni. Hann bend- ir á það, hversu mannkyninu hafi fleygt fram andlega á

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.