Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 77
DULSÁLARFRÆÐINGAR þinga
75
Dagskrá þingsins var mjög viðamikil, fjöldi fyrirlestra
mikill og hver stund nýtt, þessa fáu daga, sem það stóð, en
blaðamaður náði á fyrsta degi ráðstefnunnar tali af tveimur
þátttakenda, þeim John Beloff frá Edinborgarháskóla og
William G. Roll, en hann er forstöðumaður rannsóknastofn-
unar á sviði dulsálarfræðirannsókna, „Psychical Research
Foundation" í Durham í N.-Karólínu, Bandaríkjunum.* Þess
skal getið, að nokkm' hinna mörgu vísindalegu hugtaka, sem
notuð eru í umræðu um þessi mál eiga sér ekki beina hlið-
stæðu í íslensku máli og hefur sá kostur því verið valinn að
láta hin erlendu fræðiheiti fylgja með í viðtölunum, a. m. k.
að nokkru leyti. Dulsálarfræði er sú þýðing, sem íslenskir
fræðimenn, er fengist hafa við rannsóknir á þessum sviðum,
hafa komið sér saman um að nota í stað „parapsychology“,
sem er nokkurs konar samheiti yfir þá hliðargrein hefðbund-
innar sálarfræði, sem lýtur að rannsóknum á yfirskilvitleg-
um fyrirbærum. Áætlað er að birta fleiri viðtöl síðar.
'Viðtalið við W. G. Roll birtist í síðasta tölublaði Morguns. Ritstj.