Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 54

Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 54
52 MORGUNN Sjálfur kallar hann það undirbúningskenningu, sem Helena Blavatsky færði i letur að fyrirsögn hans á árunum 1875 til 1890. Bækur þær, sem fyrr eru nefndar, nær tveir tigir að tölu, eru nú til komnar á svipaðan hátt. Þær eru færðar i letur af annarri merkilegri völvu að fyrirsögn hins sama meist- ara, og ber að sögn hans sjálfs að lita á þær sem framhald „Kenningarinnar duldu“. Helena Blavatsky spáði því einhverju sinni, að á tvítug- ustu öld myndi koma fram annar nemi, er halda myndi áfram verki hennar, og er sá spádómur án efa fram kominn. Nemi þessi er Alice A. Bailey, sú er skráð hefur áðurnefndar bækur á 30 ára tímabili, frá 1919 til 1949. Hér á við að kynna Alice Bailey fáum orðum. Hún er fædd i Manchester á Englandi árið 1880 og var af mjög auðugu fólki komin. Hlaut hún strangt og guðrækilegt uppeldi og var lengi vel mjög mótuð af strangtrúnaði kirkjunnar. Á yngri árinn tók hún mikinn þátt í ýmiss konar kristilegri starfsemi og dvaldist um tima í Indlandi við þvílik störf. Síðar fór hún til Bandaríkjanna, kynntist þar guðspekistefn- unni og starfaði um skeið allmikið i félagsskap guðspekinga vestur í Kaliforníu. Hún lézt i desember 1949, 69 óra að aldri. Alice A. Bailey var á margan hátt mikilhæf kona, og má ætla, að andleg staða hennar hafi verið svipuð og Helenu Blavatsky eða önnu Besant. Hún hefur ritað fimm merkar bækur frá eigin brjósti, auk þeirra sem hún skraði að fyrir- sögn Tíbetans. Ein þessara bóka er sjálfsævisaga, sem henni tókst raunar ekki að ljúka við. Hún stofnaði einnig og rak um margra óra skeið merkan dulspekiskóla. Auk þess ferð- aðist hún mikið og flutti fyrirlestra víða um lönd. 1 sjálfsævisögu sinni segir hún meðal annars fró þvi, hvern- ig samstarfi hennar og Tíbetans var háttað. Það hefst einn góðan veðurdag i nóvember 1919 með því, að hún heyrir rödd, sem segir við hana, að i ráði sé, að ritaðar verði nokkrar bækur handa almenningi og geti hún unnið það starf. Ei' hún spurð að því, hvort hún vilji taka þetta að sér. Kveðst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.