Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 93
MINNING
91
Árið 1949 réðst Björgvin til starfa hjá Oliufélaginu Skelj-
ungi. Gegndi hann jiar ábyrgðarstörfum.
Hugur hans stóð þó jafnan til starfa i þágu sjávarútvegsins
og árið 1968 réðst hann til starfa sem fulltrúi á skrifstofu
Síldarútvegsnefndar í Reykjavík. Tók hann að sér eitt vanda-
samasta verk skrifstofunnar, en það var að skipuleggja og hafa
yfirumsjón með síldarsöltuninni og útflutningi síldarinnar til
hinna ýmsu markaðslanda. Jafnframt stjórnaði hann inn-
flutningi og dreifingu rekstrarvara vegna síldarsöltunarinnar.
I öllum þessum störfum ávann Björgvin sér óskorað trausts
allra samstarfsmanna og viðskiptavina nefndarinnar, enda
má með sanni segja að hann hafi lagt sig allan fram til þess
að leysa þessi ábyrgðarstörf sem bezt af hendi.
Björgvin kynnti sér vel sölu- og markaðsmál síldarinnar og
tók þátt í fjölda samningaviðræðna við erlenda síldarkaup-
endur. Eitt síðasta verk hans á því sviði var þátttaka í við-
ræðunefnd við Pólverja i Varsjá i byrjun september varðandi
viðskiptasamning landanna. Það var skömmu eftir þá ferð,
sem hinn alvarlegi sjúkdómur kom i ljós.
1 einkalífi var Björgvin mikill gæfumaður. Hann kvæntist
árið 1950 skólasystur okkar Dagbjörlu Guðbrandsdóttur, mik-
ilhæfri mannkostakonu. Þau eignuðust tvær dætur, Kristínu,
bókavörð í Kópavogi, sem gift er Kára Kaaber, og Katrínu,
sem stundar nám við Háskóla Islands.
Nú þegar leiðir skiljast er margs að minnast. Björgvin Torfa-
son var greindur maður og stjórnsamur. Hann var kröfu-
harður við sjálfan sig og vann öll sín störf af einstakri vand-
virkni. Hann hafði mikla ábyrgðartilfinningu og sterka rétt-
lætiskennd. Og hjartað hafði hann svo sannarlega á réttum
stað. í vinahópi var hann jafnan hrókur alls fagnaðar. Hans
er sárt saknað af okkur öllum, sem áttum þvi láni að fagna
að starfa með honum.
Við hjónin þökkum órjúfanlega og trygga vináttu hans og
flytjum öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur.
Gunnar Flóvenz.