Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Page 78

Morgunn - 01.06.1981, Page 78
HILDUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR: Ef hægt er að segja til um framtíðina, er líka hægt að breyta henni, — segir John Belojf, Edinborgarháskóla, sem ja’St viS rannsóknir á fjarhrifum og framsýni. John Beloff er forseti Félags dulsálarfræðinga í Edinborg, „Parapsychological Association of Edinburgh“. Hann er menntaður sálfræðingur en hefur stundað rann- sóknir á sviði dulsálarfræði um árabil og er vel þekktur á því sviði, aðallega fyrir ritsmíðar um þessi efni og kenninga- smíð fra'ðigreininni til handa. Hann sinnir kennsluskyldu i almennri sálarfræði við Edinborgarháskóla, en er með sína eigin rannsóknastofu. Hann tekur þar til sín stúdenta, sem þegar hafa öðlast háskólagráðu, en óska að vinna prófverkefni sín á sviði dulsálarfræði. „Ég hef fengist mikið við fræðilegar útskýringar á hugtak- inu dulsálarfræði og uppbyggingu fræðikerfis, sem að gagni mætti koma við áframhaldandi rannsóknir á þessu sviði í framtíðinni,“ sagði Beloff, „en einnig höfum við i Edinborg fengist við sjálfstæðar rannsóknir og tilraunir og þótt árang- urinn hafi verið misjafn, höldum við ótrauð áfram.“ Tilraunir okkar hafa aðallega beinst að yfirskilvitlegri skynjun, ESP (Extra sensory perception) og hvort hægt sé að þjálfa hana upp hjá fólki, t.d. með dáleiðslu. ,,Operation Sweetheart“. Það hefur hins vegar ekki tekist svo nokkru nemi. Á sviði fjarhrifa (telepathy) gerðum við t.d. tilraunir með ungt fólk, pör sem voru i þann veginn að ganga í hjónaband, til að at-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.