Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 30

Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 30
28 MORGUNN ingar veigra sér sjaldan við að kalla kenningar og komast upp með það, enda þótt hugmyndir þeirra geti ekki talist annað en sæmilega rökstuddar tilgátur. 1 tilfellum eins og þessum, þar sem erfitt eða ógerlegt er að koma við viður- kenndri vísindalegri aðferð, eins og tilraunum, mæðir ber- sýnilega mikið á hinu marggróna hlutleysi vísindamanna gagnvart viðfangsefninu. Það er einmitt á grundvelli þessa hlutleysis sem vísindamönnum hefur tekist að skapa sér það mikið traust út á við, að þeir eru gjarna fengnir í fjölmiðla, undir starfsheiti sínu (-fræðingur), til að lýsa viðhorfi sínu til málefna, sem koma sérgrein þeirra beint, óbeint eða jafn- vel ekkert við. Starfsheitið er þá notað sem gulltrygging þess að um viðfangsefnið verði fjallað á vísindalegan hátt með til- heyrandi hlutleysi. En á þetta geysimikla traust á hlutleysi og jafnvel óskeikul- leka vísindamanna rétt á sér? Varla. Vmislegt undarlegt kemur stundum í ljós, er vísindamenn fjalla um hluti, sem t. d. tengjast völdum og hagsmunum í þjóðfélaginu. Hér nægir að nefna eitt dæmi um margrómað „hlutleysi" vísindamanna, en það snertir umræðuefnið hér í kvöld. Á miðju ári 1977 kom hingað til lands bandarísk kona, Farelly að nafni, og var ætlunin að hún reyndi að athuga Kröflusvæðið með svokölluðu „dowsing", sem kalla mætti jarðkönnun á íslensku. Rétt er að taka fram, að víða erlendis hafa farið fram athuganir á fyrirbæri þessu, er felst í því, að sumir einsíaklingar virðast sérlega næmir fyrir og skynja viss jarðefni undir fótum sinum. Fólk þetta notar oft ein- hvern hlul — t.d. klofna trjágrein við leitina. Almennt er talið, að fólk þetta sé sérlega næmt fyrir breytingum í segul- sviði og þar sé komin skýringin á fyrirbæri þessu. Sem sagt ekkert dularfullt. En hver urðu viðbrögð íslenskra visinda- manna, sem ætla mætti að væri kunnugt um fyrirbæri þetta eða vissu vegna vísindalegrar þjálfunar sinnar hvemig afla mætti hlutlausra upplýsinga um það? Tökum tvö dæmi úr blaðagrein frá þessum tíma: össur Skarphéðinsson, liffræðinemi i greininni Dulspeki-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.