Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 30
28
MORGUNN
ingar veigra sér sjaldan við að kalla kenningar og komast
upp með það, enda þótt hugmyndir þeirra geti ekki talist
annað en sæmilega rökstuddar tilgátur. 1 tilfellum eins og
þessum, þar sem erfitt eða ógerlegt er að koma við viður-
kenndri vísindalegri aðferð, eins og tilraunum, mæðir ber-
sýnilega mikið á hinu marggróna hlutleysi vísindamanna
gagnvart viðfangsefninu. Það er einmitt á grundvelli þessa
hlutleysis sem vísindamönnum hefur tekist að skapa sér það
mikið traust út á við, að þeir eru gjarna fengnir í fjölmiðla,
undir starfsheiti sínu (-fræðingur), til að lýsa viðhorfi sínu
til málefna, sem koma sérgrein þeirra beint, óbeint eða jafn-
vel ekkert við. Starfsheitið er þá notað sem gulltrygging þess
að um viðfangsefnið verði fjallað á vísindalegan hátt með til-
heyrandi hlutleysi.
En á þetta geysimikla traust á hlutleysi og jafnvel óskeikul-
leka vísindamanna rétt á sér? Varla. Vmislegt undarlegt
kemur stundum í ljós, er vísindamenn fjalla um hluti, sem
t. d. tengjast völdum og hagsmunum í þjóðfélaginu. Hér nægir
að nefna eitt dæmi um margrómað „hlutleysi" vísindamanna,
en það snertir umræðuefnið hér í kvöld.
Á miðju ári 1977 kom hingað til lands bandarísk kona,
Farelly að nafni, og var ætlunin að hún reyndi að athuga
Kröflusvæðið með svokölluðu „dowsing", sem kalla mætti
jarðkönnun á íslensku. Rétt er að taka fram, að víða erlendis
hafa farið fram athuganir á fyrirbæri þessu, er felst í því,
að sumir einsíaklingar virðast sérlega næmir fyrir og skynja
viss jarðefni undir fótum sinum. Fólk þetta notar oft ein-
hvern hlul — t.d. klofna trjágrein við leitina. Almennt er
talið, að fólk þetta sé sérlega næmt fyrir breytingum í segul-
sviði og þar sé komin skýringin á fyrirbæri þessu. Sem sagt
ekkert dularfullt. En hver urðu viðbrögð íslenskra visinda-
manna, sem ætla mætti að væri kunnugt um fyrirbæri þetta
eða vissu vegna vísindalegrar þjálfunar sinnar hvemig afla
mætti hlutlausra upplýsinga um það? Tökum tvö dæmi úr
blaðagrein frá þessum tíma:
össur Skarphéðinsson, liffræðinemi i greininni Dulspeki-