Morgunn


Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 74

Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 74
72 MORGUNN fram síaukna uppskeru, en berst síðan í árnar og vötnin og eykur á þá mengun, sem þar er þegar fyrir, auk þess sem gerviáburðurinn veldur því að sögn margra, er vel mega vita, að matjurtir þær, sem við hann eru ræktaðar, missa mikils í af fæðugildi sínu og verða beinlínis óheilnæmar. Auk þess að eitra sjálfan sig óbeinlínis með mengun um- hverfisins, svo sem lýst hefur verið, gerir maðurinn það, sem virðast mætti ennþá furðulegra. Hann dælir margs konar eiturtegundum i likama sinn vitandi vits, ýmist í fastri, fljót- andi eða loftkenndri mynd. Góðir tilheyrendur. Ég gaf í skyn í upphafi, að efni þessa erindis myndi hvorki verða sérstaklega fagurt né hugðnæmt. Ef til vill ber mér að biðjast afsökunar á þvi, að ég skyldi velja slíkt fyrirlestrarefni á fundi i þessu félagi. Þó finnst mér einhvern veginn sem þetta efni eigi ekki sízt erindi til guðspekifélaga. Ég gerði það af ráðnum hug að takmarka mál mitt við nokkrar af skuggahliðunum á mannfélagi nútimans, af því að ég tel svo mikinn háska á ferðum og svo mikið í húfi, að hver og einn þurfi að gera sér grein fyrir þessum staðreynd- um. En þar með er ekki sagt, að ekkert sé nema neikvætt að segja um heim þessarar kynslóðar. Þvi fer fjarri. Það mætti tala eins langt mál um allt það, sem til góðs horfir i þjóð- félaginu og draga fram eins margar staðreyndir alls hins jákvæða á fjölmörgum sviðum, — staðreyndir samhjálpar, mannúðar og miskunnsemi, ábyrgðartilfinningar og óeigin- girni. Og þetta réttlætir bjartsýni um það, að mönnum muni þrátt fyrir allt takast að vinna bug á öllu þvi illa og háska- lega, sem heiminum ógnar. Meistarinn Dsjúal Kúlil segir oss, að ægimiklir orkustraum- ar beinist nú að jörðinni, bæði frá Hvítbræðralaginu og utan úr geimnum. Þetta er nátengt þeirri staðreynd, að vér erum einmitt nú að þokast af þróunarskeiði Fiskialdar inn i hið nýja tímabil Vatnsberans, en þetta tengir hann aftur þeirri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.