Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 35
FJARHIUF OG FYRIRBOÐAR
33
steini Þorsteinssyni lífefnafræðingi fyrir nokkrum árum. Þessi
hugmynd byggist á samhæfðri hreyfingu heils skipulags
efnis eða orku, - þannig, að hlutur gæti horfið á einum stað
og myndast samtimis á öðrum. Þessi hugmynd grundvallast
á því, að annars vegar rúm og hins vegar efni og orka séu
tveir fasar sama fyrirbæris. Samhæfð hreyfing af þessu tagi
krefðist þess, að allir hlutar viðkomandi skipulags hreyfðust
samtímis á hliSstœ'San hátt og i sömu átt. Þessi hugmynd um
samhæfða hreyfingu skirskotar bæði til fjarskynjunar og
firðhræringa (ESP og PK). Varðandi áhrifamátt fjarhrifa
almennt má svo bæta því við, að rannsóknir bandarísku vís-
indamannanna VUman og Krippner benda eindregið til þess,
að fjarhrifasamband geti orsakað drauma, - bæði við venju-
legar aðstæður og tilraunaðstæður.
FyrirbóSar. Hér er orðið notað í merkingunni að sjá eSa
skynja óorðna atburði. Skylt þessu er að sjá aftur í fortiðina.
Hér er um að ræða þau yfirskilvitlegu fyrirbæri, eins og
þetta er oft kallað, sem margir eiga erfiðast með að sætta sig
við. Kannske ekki furða, því hæfileiki af þessu tagi ber enga
virðingu fyrir „tímans þunga nið“. Þetta er því mjög alvar-
legt mál, svo háð sem við erum því að líta á tímann sem
beina línu, er við öll mjökumst eftir með jöfnum hraða. Og
ekki hvarflar það að okkur, að klukkurnar fari með rangt
mál - þær, sem segja okkur hvenær matast skuli, hvort sem
við erum svöng eða ekki og hvenær við eigum að fara í rúmið
og hvenær vakna til starfa okkar, hvort sem við erum þreytt
eða óþreytt, útsofin eða vansvefta. Þrátt fyrir þennan áhrifa-
mátt klukkunnar og hinnar beinu, jöfnu tímalínu í okkar
hversdagslegu veröld, hefur mönnum tekist að brjótast úr
þessum viðjum og skyggnast inn í aðra heima: hinn smásæja
heim öreindanna og veraldir himindjúpsins. Þessir heimar
hafa opnað mönnum ný sjónarhorn og m. a. hefur timahug-
takið ekki i'arið varhluta af því. Ein þessara nýju hugmynda
byggir á fyrrnefndum tachionum eða hugsanlegum hliðstæð-
um ögnum. Ef til eru agnir, sem hreyfast með meiri hraða
en sem nemur hraða ljóssins, þá ferðast þær aftur á bak í
3