Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 67
HVAK ER MANNKYNIl) Á VEGI STATT?
65
heiminum. Hann stafar af ]ivi, að vestrænt auðmagn ræður
yfir nýtingu á gæðum hinna fátæku þjóða, til að mynda
þannig, að stórfyrirtæki eiga landið og nota það undir stór-
ekrur, og þau sjá sér hag i því að selja afurðimar fremur til
ríkra þjóða en fátækra.“
Þess mætti þó allténd vænta, að regluleg þjóðamorð að fyrir-
huguðu ráði að hætti landnámsaldar Ameríku ættu sér ekki
stað á vorri miklu menningar- og mannúðaröld. En skyldi
nú vera því að heilsa?
Brasilía hefur getið sér gott orð fyrir það, að kúgun og
misrétti sakir kynernis eigi sér þar ekki stað. Þjóðin er í
raun og veru samruni úr hvítum mönnum og svörtum, Indíán-
um og ýmsum Asíubúum. En einmitt í þessu landi gerðist
það nú á þessum allrasíðasta áratug, að unnin eru óhæfuverk,
sem í djöí'ullegum níðingsskap jafnast við eða taka jafnvel
fram glæpum þeim, sem spænsku landvinningamennirnir
Cortez og Pízarro og aðrir slikir frömdu á frumbyggjum
Ameríku á 16. öld. I Brasilíu eru til lög til verndar Indína-
þjóðflokkum þeim, sem enn eru á lifi í landinu. Lög þessi
voru sett árið 1910 og kveða svo á, að landsvæðin þar, sem
þjóðflokkar þessir búa, skuli vera friðhelg, svo að ekki megi
selja þau né taka þau af íbúunum. Er eins og í þessu komi
fram samvizkubit stjórnarvalda vegna ofsókna þeirra, er
frumbyggjar landsins höfðu orðið að þola allt frá upphafi
landnáms fram á þann dag. Koniið hafði verið á fót sérstakri
ríkisstofnun til verndar Indiánum Brasiliu. En á undanförn-
um árum hafa landsvæðin, þar sem ættbálkar Indíána bjuggu,
orðið girnilegri en áður vegna málma og annarra verðmæta,
sem talið var, að þar væri að finna i jörðu. Væri hægt að sýna
fram á, að landsvæði þessi væru óbyggð, mátti láta þau ganga
kaupum og sölum. Og nú tóku fjárplógsmenn með aðstoð
liirmar stjórnskipuðu verndarstofnunar að skipuleggja út-
rýmingarherferð á hendur íbúum þessara landsvæða, sjálf-
um skjólstæðingum stofnunarinnar, er hún skyldi vernda.
Aðferðir voru margvíslegar. Bófal’lokkar vopnaðir vélbyss-
um voru sendir inn í Indíánaþorpin og látnir skjóta niður
5