Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 43
SAI.FARII’. . .
41
Benjamín Einarsson hefir sjálfur skrifað skýrslu um þennan
atburð. Er hún rituð daginn eftir að hann gerðist, og vottfest
af foreldrum hans. Hafði ekkert. þeirra þá fengið fregnir frá
Wynyard, um það, sem gerst hafði þar þá nótt, sem um ræðir
í skýrslunni.
Rétt er að geta þess, að læknirinn, sem nefndur er í skýrsl-
unni, er einn af stjórnendum Benjamins ,og telur sig hafa
verið þýzkan lækni i lifanda lifi. Ekki hefir hann þó leitazt
við að koma fram með endurminningasannanir, enda skiftir
það ekki verulegu máli i þessu sambandi. Hefir hann sagt svo
frá, að hann hafi haft herðakistil mikinn, verið alt að þvi
krjrpplingur, og í skygnisýnum hefir hann birzt þannig.
Án frekari formála, set ég hér frásögu Benjamins, eins og
hann ritaði hana sjálfur og dagsetti 16. des. 1937.
„Kl. 3 um nóttina, eða að morgni þess 16., var ég vakinn
við, að kallað var á mig, svo greinilega, að ég fór fram að
glugganum til að vita, hvort einhver væri úti. — Gekk ég
brátt úr skugga um ,að svo var ekki. — Lagðist ég þá fyrir
aftur; eftir að ég var nýlagztur út af, fann ég, að fætur minir
fóru að smá „tæmast“. Vissi ég þá, að ég mundi vera að fara
úr líkamanum, því að ávalt, er ég hefi farið sálförum, sem
kallað er, finn ég fyrst til þess i iljunum. Lá ég nú grafkyr
nokkurn tima, hve lengi, hefi ég ekki hugmynd um. Mér
fannst það stutt stund. Ég reyndi að beina hugsun minni að
engu sérstöku. Það hefir mér reynzt bezt. — Ég sagði, að fæt-
urnir væru að tæmast, því að tilfinningin, sem ég hafði, var
einna likust því, eins og skafið væri innan v'ir fótunum, svo
að ekkert væri eftir, nema yzta húðin. Eftir að þetta ástand
var komið upp fyrir hné, byrjaði það i höfðinu (efst), færðist
niður eftir, unz það „mættist“ í miðju brjóstinu, og er ]iað
með einkennilegustu tilfinningum, sem ég get hugsað mér.
Mér finnst, eins og ég sé allur i brjóstinu. Þó sé ég greinilega
hendur og fætur, get lireyft þá eins og venjulega, en samt
finnst mér þeir vera svo fjarskalega fjarlægir og eiginlega alls
ekki tilheyra mér. Þetta varir aðeins stutta stund, því að hrað-