Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 26
EGILL Þ. EINARSSON:
AFSTAÐA FÖLKS TIL DULARSÁL-
FRÆÐILEGRA FYRIRBÆRA
(Erincli á fundi Sálanannsóknafélags tslands, 5. febrúar 1981).
Rannsóknir á dularsálfræðilegum fyrirbærum eiga sér ekki
langa sögu, — varla lengri en frá síðustu aldamótum. Er hér
átt við rannsóknir, sem jafnframt má flokka undir tilrauna-
sálfræði. Brautryðjandinn á þessu sviði er líklega bandaríkja-
maðurinn J. B. Rhine, en hann vann úr niðurstöðum tilrauna
með tölfræðilegum aðferðum. Sú úrvinnsluaðferð hefur síðan
mikið verið notuð við rannsóknir á svokölluðum dulrænum
fyrirbærum og er orðin allþróuð. Með henni er metið hve
marktækar þa:r niðurstöður, sem fást, eru, þ.e. hve miklar
líkur eru á, að niðurstöðurnar séu einber tilviljun.
Gotl dæmi um rannsóknir, þar sem beitt er tölfræðilegri
úrvinnslu, eru athuganir þær, er þeir Erlendur Haraldsson
og Karlis Osis hafa gert á sýnum á dánarbeði. Einnig hafa
ýmsar merkilegar athuganir verið framkvæmdar á miðils-
fyrirbærum, sem kunnugt er.
Nýtt tímabil i sögu þessara rannsókna hefst upp úr 1960,
en þá er farið að beita ýmiss konar mælitækjum, en með
lilkomu þeirra hafa æ fleiri sannfærst um nauðsyn slikra
rannsókna (m.a. hernaðaryfirvöld, •— ])ví miður).
En hvernig stendur þá á hinni miklu mótspyrnu ýmissa
vísindamanna gegn rannsóknum af þessu tagi? Ástæðurnar
eru sjálfsagt margar — og sumar ef til vill að vissu leyti
skiljanlegar. Ein ástæðan er hrein vanþekking, en hún er,
eins og við vitum, móðir óttans. Sumir óttast sem sé, að vis-