Morgunn - 01.06.1981, Blaðsíða 82
80
MORGUNN
Eins og marga rekur eflaust minni til, hélt Hafsteinn utan
í þeim tilgangi og var Stevenson, ásamt Erlendi Haralds-
syni dósent, einn aðalhvatamaðurinn að rannsókninni og var
henni stjórnað af þeim Erlendi og honum. Þeir Erlendur
Haraldsson og Ian Stevenson hðfa unnið saman að fleiri
rannsóknum og er þetta ekki í fyrsta skipti, sem Stevenson
kemur hingað til lands.
,,Ein ástæðan fyrir þvi að þingið er haldið á Islandi í þetta
sinn,“ sagði Stevenson, „er sú, að við viljum heiðra Erlend.
Hann er framúrskarandi á sínu sviði. Það voru aðrir, sem
létu þessi mál lil sín taka fyrr á ármn hér á landi, það veit
ég, en eins og er, hvílir ábyrgðin á herðum Erlendar og hann
axlar hana með sóma. Það er engin tilviljun að við komura
hingað, við förum ekki hvert sem er og við hefðum ekki komið,
væri Erlendur ekki hér.“
Um dulsálarfræði almennt sagði Stevenson að áhugi á
greininni færi vaxandi, hægt en sígandi. „Það er uppi aukin
tilhneiging til þess að vikka það svið, sem dulsálarfræðin
spannar. Rannsóknir ná til æ fleiri þátta og aðsóknin hefur
aukist frá öðrum greinum, sérstaklega úr röðum eðlisfræðinga
og heimspekinga.“
„Tilraunin meÖ Hafstein var árangursrík“.
„Tilraun sú, sem við Erlendur stóðum fyrir, er Hafsteinn
kom til New York tókst vel og árangurinn, sem náðist, var
marktækur. Hún var síðan endurtekin af öðrum aðilum, en
þá varð útkoman mun slakari," sagði Stevenson og lýsti síðan
framvindu tilraunarinnar i stórum dráttum. „Tilraunin fór
þannig fram, að herberginu, sem hún var framkvæmd í, var
skipt í tvo hluta með þykku teppi, þannig að þeir, sem voru
i sitt hvorum enda herbergisins sáust ekki. öðrum megin
voru þeir Hafsteinn og Erlendur, en hinum megin sá aðili,
sem miðlinum var ætlað að mynda tengsl við, ásamt mér.
Sá aðili var látinn vera með hlustunartæki, sem úr barst tón-
list, á höfðinu og heyrði hann þvi ekkert annað á meðan á