Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 10
8
L I N D I N
Kirkjan.
Erindi, flutt í hinni nýju Suðureyrarkirkju
í Súgandafirði í sept. 1937.
Hin æðsta opinberun lifandi Guðs, eins og hún
speglast í sálum syndugra og dauðlegra manna á jiess-
ari jörð, hefir tekið á sig fastmótaða efnismynd, {Dar
sem kirkjan er. Kirkjan bendir á lífið, eins og það
æfmlega hefir verið, er og verður í upprisuljóma
kristindómsins, þegar að sköpunarverk lifandi Guðs í
heimi hér er sprottið upp úr moldinni og speglast
orðið í vitund manna í sinni æðstu tign.
Þeim, sem þannig líta á, verður kirkjan ærið þung
á metunum. Annarsvegar er þeim ekki alveg sama,
er liljótl verður um kirkjuna í öllum óhljóðum ver-
aldarinnar; hins vegar vita þeir, að oftast er hljótt
um það, sem risiir djúpt, mikilvægast er, hið stóra
og háa. Hnatlaraðanna endalaust undur lætur t. d.
ekki mikið yfir sér; þar er hljótt; en hve mikilvægt!
Á tímum eins og þeim, sem vér lifum á, er ástæða
til að gera sér einhverja skynsamlega grein fyrir því,
sem um er að ræða, þar sem kirkjan er; til hvers
hún er og eigi að vera; og hversu mjög lífið verður
torveldara þar sem hún er með öllu afrækt. Þetta
mikilvæga mál skal hér eitthvað rætt.
Þegar um kirkjuna er að ræða, kemur margt til
greina: Staðurinn, sem menn koma saman á til að
tilbiðja Guð; samfélag þeirra, sem saman koma til
tilbeiðslu; siðir þeir, sem fylgt er við tilbeiðsluna,
svo sem helgisiðir, sakramenti, pi/édikun og bænir;
innihald tilbeiðslunnar; kenningin (trú, siðgæði, lífs-
skoðanir); samþykki vort við kenninguna: trúarjátn-
ingin; og áhrifrn á líf og breytni manna, reynslan,
sem þeir verða fyrir. Allt þetta: tilbeiðslustaðir, til-