Lindin - 01.01.1938, Síða 21
L I N D I N
19
ferða sýndist. Hví þá ekki hér hjá guðsafneitun þeirri
og léttúð, seni var undanfari óg samfylgjandi þessa
sorglega ástands. Þegar trúin á einn guð dofnar og
og deyr, þá hverfur líka lotning fyrir guðlegum vilja.
Menn gera þá sjálfa sig að guðum, og hverjum sýn-
ist þá sínar hugsjónir og ráðstafanir guðdómlegar,
sem öllum beri að fylgja. — En víkjum aftur heim
til vor.
Guðstrú vor, guðsdýrkun og guðsþjónusta þarf að
endurvakna, og starfa í anda og hreinni kenningu
.lesú Krists. — Það þarf mikið verk til þess, og yrði
hér of langt að fara að ræða um það. Aðeins skal
að lokum drepið á nokkur atriði, sem líkleg mættu
verða til þess að halda við þeirri kirkjuhelguðu guðs-
þjónustu, sem nú er, og máske með guðs hjálp held-
ur vekja henni nýtt líf til þess að greiða brautir
guðsríkis í þjóðlífi voru.
Ýmsum finnst nú ástæða til að segja, að fólki sé
nú farið að finnast fátt eða ekkert heilagt. Hér skal
vikið að þessu aðeins í því efni, sem snertir helgi-
dagana, drottinsdagana, sem þeir líka hafa verið nefnd-
ir. Nú leyfa menn sér á þeim hverskonar vinnu er
vera skal, án nokkurrar helgitilfinningar, að séð verði.
En afleiðingin verður sú, að það helgidómsstarf, sem
högum þessum tilheyrir, tapar lika alveg helgi sinni
og lotningu í hugum manna. Enda lítur æði oft svo
út, sem guðsþjónustan í kirkjunni sé nokkurskonar
aukaatriði hjá gleðskaparlífi þessara daga, ef eigi al-
mennum vinnuhrögðum. Efnt skal þá til hennar,
þegar ekkert annað liggur fyrir, sem þyki nauðsyn-
legra eða skemmtilegra. Vitanlega eru þó undantekn-
ingar í þessu efni. — Hér skal minnst á það í þessu
sambandi, að nokkrir hal'a stungið upp á því, til þess
að komast hjá fámennum messugjörðum, að prestar
»semji við söfnuði sína« um messugjörðir nokkra lil-
tekna helgidaga ársins. Þella held ég óheppilegt. Eyrst