Lindin - 01.01.1938, Side 60
L I N 1) I N
58
hefir köldu l’rá jal'naðarmönnum í Svíþjóð til kirkj-
unnar. Arið 1879 átti sér stað í Svíþjóð fyrsta stór-
verkfallið, Sundswallverkfallið kunna. Þrautpíndir
sögunarverkamenn, sem höfðu 90 aura dagkaup fyrir
12 stunda vinnu og bjuggu við þau húsakynni, að
36 manns hafðist við í hverju herbergi, sameinuðust
1000 að tölu og neituðu að vinna, nema að kjör
þeirra væru hætt. ()g ekki fóru þessir menn ókristi-
lega að ráði sínu: Þeir sungu sálma, iðkuðu bíblíu-
lestra og hlýddu á prédikanir. Hverjar kjarabætur
fá svo þessir guðhræddu menn? Þriðjudaginn 7. júní
eru þeir umkringdir af hermönnum, og skömmu
síðar voru fallbyssubátar komnir á vettvang og hvar-
vetna sást blika á hyssustingi. Forvígismennirnir voru
síðan teknir til fanga og látnir taka út stranga refsingu.
Var nú allur mótþrói brotinn á bak aftur. Hvernig
snérist nú sænska kirkjan við kröfum verkamannanna
um kjarabætur. Engin rödd heyrðist innan sænsku
kirkjunnar, er vottaði verkamönnum sarnúð. Þvert á
móti þrumuðu prestarnir gegn þeim. Þessum at-
burði og öðrum svipuðum eiga sænskir verkamenn
erfitt með að gleyma. Það tekur aldir að útrýma
þeirri tortryggni, er slík afstaða á úrslitastundum
skapar.
Meðan ég dvaldi í Siglúnum sumarið 1936, var
þar staddur dr. Alf Ahlberg, og hélt hann fyrirlestra
um skólamál. Dr. Ahlberg er mikilvirkur rithöfundur
og kunnur skólamaður. Er hann skólastjóri lýðskóla,
er jafnaðarmenn reka í Svíþjóð. Einn fyrirlestra dr.
Ahlbergs var um verkalýðsæskuna, er sækir skóla
hans. lívað hann það venju sína að leggja fyrir nem-
endur sína ýmsar spurningar í skólalokin ár hvert
um afstöðu þeirra til ýmsra málefna, þar á meðal til
kristindómsins. Honum viðvíkjandi kvaðst hann vera
vanur að spyrja tveggja spurninga:
1. Eruð þér trúrækinn?