Lindin - 01.01.1938, Síða 65
L 1 N D I N
63
unnið látlaust að rannsóknum á handritinu. Auga
vísindamannsins hefir hvílt á því, og hugur hans og
hendur unnið við það hvern einasta dag. Því vís-
indamennirnir eiga hér verkefni, sem ekki verður séð
út yfir í fljótu bragði. Sá maðurinn, sem mest og
best hefir unnið að rannsóknum á handritinu, er T.
C. Skeat, skjalavörður. Aðstoðarmaður hans og starfs-
bróðir heitir Mr. Milne, og eru þeir báðir mjög kunn-
ir lærdóms- og vísindamenn á sínu sviði.
Fyrir nokkru síðan hefir T. C. Skeat skýrt frá
ýmsu viðvíkjandi starfi sínu og rannsóknum á »Codex
sinaiticus«, og er það, sem hér verður sagt hyggt á
skýrslu hans.
Upphaflega, þegar kaup voru gerð á handritinu,
var leitað samskota meðal almennings til kaupanna,
og komu inn sem svarar 330 000,09 ísl. krónum fram
yfir það, sem á þurfti að halda. Var þá ákveðið, að
verja þessu fé, sem fram yfir var, lil þess að binda
handritið inn að nýju, því þegar það kom í British
Museum var það í nákvæmlega sama ásigkomulagi
og þegar Tischendorf sá það fyrst hið minnisstæða
kvöld, 4. febrúar 1859 *). Þá var handritið allt í laus-
um blöðum eða örkum, festum saman með einskonar
klemmum, sem einhver lítið handlaginn bókbindari
á Miðöldum hafði úthúið. Eftir að menn höfðu í
heilan mánuð borið saman ráð sín um, hvernig binda
skyldi handritið, voru tillögur Dauglas Cocherell sam-
þykktar og þegar hafist framkvæmda. Var verkinu
lokið haustið 1935. Ekkert var sparað til þess að fá
hið besta efni. Pappír, saumgarn og annað, sem nota
þurfti, var rannsakað með mikilli gaumgæfni, og
mörgum vikum var varið til þess að slétta úr blöðum,
sem eitthvað höfðu bögglast, og var fundin upp sér-
stök aðferð til þess, sem þykir mjög góð. Var stór-
*) Þá fann Dr. C. Tischendorf handritið, sem kunnugt er, í Sinai-
klaustrinu.