Lindin - 01.01.1938, Side 76
71
L I N D I N
leysi þeirra um börnin, þau séu látin afskiftalaus í
solliuum, ekkert hirt um aö tala við þau um andleg
hugðarefni, vekja hjá þei'm fagrar hugmyndir, svara
barnslegum hugmyndum, m. ö. o. ekkert um þau
hugsað, aðeins að hrúga þeim inn í þessa köldu og
óhollu tilveru. En samt komast menn að þeirri nið-
urstöðu, að þessir foreldrar séu þó bestu og ákjósan-
legustu uppalendur barnanna.
Og það er satt, foreldrarnir eru þaö, en einkum þá
er möguleiki er til þess, að þeir geti orðið það í raun
og sannleika. Það er auðvelt og létt verk að benda á
syndir foreldranna. Víst er það satt, að við oss blasir
það ástand, að börnunum er of lítið sinnt og þaðan
stafar svo ónógt uppeldi þeirra.
En þá kem ég að hinni miklu spurningu: Hvers-
vegna sinna mæðurnar hörnum sínum of lítið? Um
þetta er nefnilega þagað á öllum þeim lundum, þar
sem svo nijög er fjölyrt um börnin og æskuna. Svar-
ið er þetta: Lífskjör foreldranna í voru landi og á-
stæður heimilanna til harnauppeldis eru þannig, að
nægilega er tekið til orða að kalla það með öllu
ósamboðið menningarþjóðfélagi. Næstum hver sá, sem
í þjóðfélaginu, í stétt alþýðunnar, eignast nokkurn
hóp barna, er þarmeð orðinn hláfátækur barnamaður,
sumir hreppsómagar, konurnar verða þrælar látlauss
erfiðis og barneigna. Þjóðfélagið leggur drápsklyfjar
tolla og skatta einmitt á barnaheimilin og því þyngri,
sem hörnin eru fleiri. Maðurinn er í hurtu ol't mest
allt árið, konan vinnur erfiðisvinnu úli og inni frá
morgni lil kvölds og næturna stundum með. Börnin
verða að eiga með sig sjáll' eða sendasl burt frá
móður sinni. Þjóðfélagið ætlar ekki grænan eyri til
fæðis eða uppeldis barnanna. Barnahjónin taka mat
barna sinna frá eigin munni, gatan tekur að sér upp-
eldið. Barnamanni og einhleypum greidd sömu laun.
Barnahjón nútímans eiga að geta l isið undir byrð-