Lindin - 01.01.1938, Side 78
76
L I N I) I N
neitt til fæðis barnanna, ætlar þeim heldur hvergi að
vera nema á götunni, þar sem allir hlutir amast við
þeim og mannleg ónáð fæst næg. Þurfa menn nú
nokkuð að furða sig á því, þótt áfátt sé sinnu for-
eldra um börnin, eins og í haginn er búið. Er nokkuð
að furða, þótt siðferðileg vansköpun sé víðtæk í hópi
harna, sem koma inn í heimilin undir þessum kring-
umstæðum, alast upp við skort, mjólkurleysi, klæð-
leysi, umsinnuleysi, er hvergi ætlaður staður — hvergi
í einu orði sagt ætlaður neinn tilveruréttur? Og svona
er máske um meirihluta allra barna í bæjunum, því
efnafólk, sem getur veitt börnunum allt, er miklu
færra, ef þá ekki einmitt tál auðæfanna, umstang og
hættir fínna fólksins, koma, í þeim hópi, líka niður
á börnunum.
Þeir, sem hæst tala um vandkvæði við uppeldi
barnanna, vei’ða að gera sér ljóst, hvar meinið liggur.
Það liggur í algeru skilningsle}rsi mannfélagsins á
þörfum barnanna og rétti mæðranna. Meðan þeir,
sem börnin eiga, eru dæmdir til örbirgðar, til að fara
alls á mis, er ekki að vænta, að þeir hinir sömu geti
veitt börnunum allt, og það er mikið sem þau þarfn-
ast. Meðan börnin alast upp í skuggum tilverunnar,
þarf einskis að vænta um jákvæðan árangur af upp-
ejdi þeirra. Svo kvað skáldið: »Þessir drengir þrír og
ungir, þess eru valdir, hve ég sjaldan sofið get um
svartar nætur, sár og heit eru föðurtárin«. Hver vill
nú skyggnast inn í sálardjúp öreigans, sem berst
áfram með barnahópinn, undir sífelldum nístandi
áhyggjum daginn langan, fær ekki neytt værðar svefns-
ins fyrir umhugsun um, hvernig eigi að seðja hungur
barnanna þann og þann daginn. Ilver fær talið heitu
tárin móðurinnar, sem vantar alll til alls fyrir börn-
in, finnur í kærleika móðurhjartans svo glöggt, livað
börnin þurfa, en getur ekki veitt þeim það, verður
að vaka yfir börnunum sjúkum og svöngum og kem-