Lindin - 01.01.1938, Page 78

Lindin - 01.01.1938, Page 78
76 L I N I) I N neitt til fæðis barnanna, ætlar þeim heldur hvergi að vera nema á götunni, þar sem allir hlutir amast við þeim og mannleg ónáð fæst næg. Þurfa menn nú nokkuð að furða sig á því, þótt áfátt sé sinnu for- eldra um börnin, eins og í haginn er búið. Er nokkuð að furða, þótt siðferðileg vansköpun sé víðtæk í hópi harna, sem koma inn í heimilin undir þessum kring- umstæðum, alast upp við skort, mjólkurleysi, klæð- leysi, umsinnuleysi, er hvergi ætlaður staður — hvergi í einu orði sagt ætlaður neinn tilveruréttur? Og svona er máske um meirihluta allra barna í bæjunum, því efnafólk, sem getur veitt börnunum allt, er miklu færra, ef þá ekki einmitt tál auðæfanna, umstang og hættir fínna fólksins, koma, í þeim hópi, líka niður á börnunum. Þeir, sem hæst tala um vandkvæði við uppeldi barnanna, vei’ða að gera sér ljóst, hvar meinið liggur. Það liggur í algeru skilningsle}rsi mannfélagsins á þörfum barnanna og rétti mæðranna. Meðan þeir, sem börnin eiga, eru dæmdir til örbirgðar, til að fara alls á mis, er ekki að vænta, að þeir hinir sömu geti veitt börnunum allt, og það er mikið sem þau þarfn- ast. Meðan börnin alast upp í skuggum tilverunnar, þarf einskis að vænta um jákvæðan árangur af upp- ejdi þeirra. Svo kvað skáldið: »Þessir drengir þrír og ungir, þess eru valdir, hve ég sjaldan sofið get um svartar nætur, sár og heit eru föðurtárin«. Hver vill nú skyggnast inn í sálardjúp öreigans, sem berst áfram með barnahópinn, undir sífelldum nístandi áhyggjum daginn langan, fær ekki neytt værðar svefns- ins fyrir umhugsun um, hvernig eigi að seðja hungur barnanna þann og þann daginn. Ilver fær talið heitu tárin móðurinnar, sem vantar alll til alls fyrir börn- in, finnur í kærleika móðurhjartans svo glöggt, livað börnin þurfa, en getur ekki veitt þeim það, verður að vaka yfir börnunum sjúkum og svöngum og kem-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/730

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.