Lindin - 01.01.1938, Blaðsíða 102
100
L I N D I N
vorrar og svifta liana [>eim verðmætum, er hún hefir
nærst af og þróast við í lífsbarátlu sinni fram á
þennan dag? Illýtur oss ekki að virðast, að hvar-
vetna þar, sem einskis nýtu eða skaðsamlegu sæði er
sáð, stafl það af skorti á þeim drengskap og sjálfs-
virðingu, sem hin þroskaða ábyrgðartilfinning skapar
í lífi sérhvers manns? Og mun ekki óhætt að full-
yrða, að margt mundi snúast í sólarátt í þjóðlífi voru,
ef vér í störfum vorum, smáum sem stórum, fyndum
til ábyrgðar kærleikans á sama hátt og faðir, sem
reynir að velja hið besta hlutskifti, er hann þekkir,
til að tryggja lífshamingju barna sinna? — Eins og
góður og umhyggjusamur læknir finnur til helgrar
skyldu sinnar gagnvarl sjúklingnum, er hefir trúað
honum fyrir heilsu sinni og lífi, þannig þarf hver og
einn — frá valdhafanum til einyrkjans í afdalnum
— að vita og skilja, að hann l’er með trúnaðai'störf
og að verksvið hans er helgur dómur, er eigi má
saurga.
Það er sagt um rómverska keisarann Titus, að ef
honum fannst, að einhver dagur hefði liðið, án þess
að hann gerði eitthvert góðverk, hafi hann sagt:
»t>essum degi hefi ég glalað«. Slíka skyldutilfinningu
þyrftum vér að eiga hver og einn gagnvart umhverfi
voru og áhrifasviði, því það er akurinn, þar sem
ávextir lífs vors eiga að þroskast og koma í ljós. Það
er einnig lækningastofa, þar sem af alhug þarf að
reyna að lækna, bæta og laga það, sem miður fer
í fari vor sjálfra..
Hin kristilega lífsskoðun leggur hina þyngstu áhyrgð
á herðar vorar. Hún vill brenna það inn í vitund
vora, að hver athöfn, jafnvel hver hugsun vor sé að
móta oss og skapa fyrir ókomin vaxtarskeið, og hafi
þessvegna hina mikilvægustu þýðingu fyrir framtíðar-
þroska vorn og örlög. Hún ætlar oss að skilja það,
að sérhver hugarhræring vor og afstaða fylgi oss