Lindin - 01.01.1938, Side 109
L I N n I N
107
ég þekkti fyrir 20—28 árum? Um þetta hugsa ég oft.
En meira um hitt, hvílíkt tómlæti ríkir með oss ís-
lendingum um þessa bræður vora, sem elska oss og
dá, um öll hugðarefni þeirra, vandamál og þjóðar-
þrá. Hvílíkur akur verkefna fyrir hendi, að efla vin-
áttubönd þessara þjóða, glæða samstarf um menn-
ingu og trúarlíf beggja, er báðir gætu haft mikið gagn
af. íslendingar og Færeyingar eru eins og elskendur,
sem aldrei hittast og þjást al' harmi þeim, sem sér-
hver aðskilnaður veldur. Eg veit, að Færevingar þrá
að nema íslenska tungy, kynnast íslenskum bók-
menntum, vilja glæða þjóðernisvitund sína við snert-
ingu íslenskrar sjálfstæðiskenndar. íslendingar gela
lært mikið af Færeyingum auk þess, sem það myndi
þýða úlbreiðslu íslensks anda og aukna möguleika
íslensks menningarstarfs að leggja aukna rækt við
málefni Færeyinga. í þessu myndum vér eignast
stærra Island — stærra svið og svigrúm fyrir allt sem
íslenskt er. Uað er því hér um að ræða mikið metn-
aðarmál fyrir þjóð, sem þjáist af smæð.
En mestu skiftir þó, að þar sem vinir mætast,
heilsast og vinna saman, myndast nýtt líf, ný verð-
mæti, sem báðum eru til ómetanlegrar l)lessunar.
Hvenær, sem sem ég get eitthvað ferðast, mun ég
heilsa upp á Færeyinga og vona að eiga þar vinum
að mæta.
Annars vil ég fastlega skora á alla leiðandi menn
íslenskrar menningar að leggja aukna rækt við menn-
ingu Færeyinga og menningarlegt samband landanna.
Þar heíir þegar ágætur maður, Aðalsteinn Sigmunds-
son, unnið prýðilegt starf, enda er hann dáður mjög
af Færeyingum. Hefja þarl' stúdentaskifti, greiða fyrir
dvöl færeyskra stúdenta við háskólann hér og fær-
eyskra námsmanna við íslenska skóla yfirleitt. Kenn-
arar beggja landa þurfa að skiftast á heimsöknum og
hafa námskeið hvorir hjá hinum. íslenskir fræðimenn