Saga - 1969, Page 12
8 ÓLAFUR EINARSSON
Þeir, sem lifðu á eignum sínum („Capitalister") .. 28
Eftirlaunamenn ................................ 23
Sveitarómagar ................................. 21901
Um þessa félagslegu verkaskiptingu íslendinga samkvæmt
manntali 1801 ályktar Sverrir Kristjánsson eftirfarandi:
„Þegar litið er á íslenzku þjóðina í byrjun 19. aldar, er ljóst, að
þar skortir með öllu borgaralega miðstétt í verzlun, kaupsýslu og
handiðju og írjálsa verkamannastétt, borgaralegt þjóðfélag í ev-
rópskum skilningi var ekki til á Islandi, í manntalinu 1801 örlar
rétt á fyrsta vísi þessara stétta í hinum lágu tölum kaupmanna,
handverksmanna og daglaunamanna. Þá er það einnig mjög athygl-
isvert, hve fáir eru taldir lifa af sjávarafla: verkaskiptingin hefur
ekki enn skilið i sundur með sjávarútgerð og landbúnaði, einn
og sami maðurinn vinnur við árina og orfið“.2
Forsendu umskipta í atvinnulífi íslendinga skorti við
upphaf aldarinnar, og lítil breyting verður á félagslegri
verkaskiptingu fram á miðja öldina. Mannfjöldi vex að
vísu um 25 % (þ. e. í 59.157), en fjölgunin er nær eingöngu
til sveita. Eini kaupstaðurinn, Reykjavík, taldi 307 íbúa
árið 1801, og fimmtíu árum síðar er íbúatalan komin upp í
1149.
Frá 1801—1820 fjölgar landsmönnum lítið, og fram-
farir í atvinnumálum, eru fremur litlar vegna siglinga-
teppu og dýrtíðar (þ. e. afleiðingar Napóleonsstyrjald-
anna). Frá 1820—1850 fjölgar landsmönnum um rúm
10.000. Afkoma manna batnar, og orsakir þess er fyrst og
fremst að rekja til bættra vi'ðskiptahátta. Á þessu tímabili
hefja og fleiri athafnamenn á Suðurnesjum og Vestur-
landi þilskipaútgerð, hinn fyrsta varanlega vísi að breytt-
um framleiðsluháttum í sjávarútvegi. Árið 1850 fram-
fleyttu 82 % landsbúa sér enn á landbúnaði, en aðeins 6,9%
á fiskveiðum.
Um atvinnuþróun í landinu á þessu 50 ára tímabili segir
Þorkell Jóhannesson:
„Eitt er vlst, að eigi urðu neinar stórfeildar breytingar eða ný-
mæli í atvinnulífi landsmanna frá aldamótum 1800, er orkað gæti