Saga - 1969, Page 15
UPPHAF ÍSL. VERKALÝÐSHREYFINGAR
11
skiptingin nokluið glöggt í
Ijós. Tafla frá 1910 er hér
tekin með til að sýna, hvert
stefnir í atvinnuskiptingu
landsmanna á 20. öld.
Auðsætt er, að flokkur
I, landbúnaður, breytist
einna mest. Árið 1850
framfleyttu 82% lands-
manna sér á landbúnaði,
en 1901 aðeins rúmlega
helmingur, en hann heldur
þó enn sæti sínu sem aðal-
atvinnuvegur landsmanna.
Fjöldi þeirra, er stunduðu
landbúnaðarstörf, var held-
ur minni en í upphafi aldarinnar, þótt landsbúum liefði
fjölgað um 66%.
Hlutur fiskveiða jókst aftur á móti úr 6,86% árið 1850
í 17,5% árið 1890, og árið 1901 teljast 11,4% stunda fisk-
veiðar eingöngu, en 15,8% bæði fiskveiðar og landbún-
að. Fiskveiðarnar hafa aukizt smám saman alla öldina,
enda miklar tækniframfarir í þeirri atvinnugrein. Fisk-
veiðar voru með þessu orðnar sjálfstæðari atvinnugrein, ný
stétt hafði myndazt við sjávarsíðuna, og hún ýtti undir
verzlun og iðnað. Þannig var þróun tveggja aðalatvinnu-
greina íslenzks efnahagslífs.
Á tímabilinu 1850—1901 þrefaldast tala þeirra, er
starfa við verzlun eða að samgöngum. I upphafi tíma-
bilsins stunduðu aðeins 1,02% þjóðarinnar þessa atvinnu
og 1,1% árið 1860 en 1901 er hlutfallstalan komin upp í
8,1%, þegar frá hafa verið skildir skipstjórar til sam-
ræmis við flokkun 1850—90.
Forsendur þess, að félagssamtök verkafólks myndist,
eru tilvera ákvéðinna starfsstétta, nægilegur fjöldi innan
hverrar og staðsetning þeirra á hæfilegu félagssvæði. Því
Línurit yfir skiptingu þjóðarinnar
eftir atvinnu 1850—1890.1. Landbún-
aöur, II. Sjávarútvegur.