Saga - 1969, Page 16
12
ÓLAFUR EINARSSOÍST
Llnurit yfir aulcningu í flolcknum handverk og iðnaður (111.) á árun-
um 1850—1910. — Línurit yfir fjölgun daglaunamanna (IV.) samlcvcemt
manntölum 1850—1890.
er athyglisvert að lesa af töflunum þróun þeirra starfs-
stétta, er mynda hagsmunasamtök verkafólks, þ. e. tölu
iðnaðarmanna, sjómanna, daglaunamanna og þeirra, er
stunda ótilgreinda atvinnu.
Áður hefur verið greint frá eflingu sjávarútvegs, en
rétt er að benda á áhrif breyttra framleiðsluhátta við
fiskveiðar. Aukin þilskipaútgerð við Faxaflóa og þá eink-
um í Reykjavík gjörbreytir stöðu sjómanna og skapar
skarpari hagsmunaandstæður milli þeirra og vinnuveit-
enda, eins og síðar verður vikið að (sjá Bárufélögin).
I þriðja flokknum, handverki og iðnaði, verður tiltölu-
lega lítil breyting fyrr en undir lok aldarinnar. Árið 1850
teljast aðeins 1,25% til þess flokks, en 1890 2,6% og 1901
5,4%. Þess ber þó að geta, að 1901 eru daglaunamenn
taldir með þeim flokknum, er þeir vinna við, og hækkar
það tölu iðnaðarmanna árið 1901. Athyglisvert er, hvar
þessir iðnaðarmenn voru búsettir. Árið 1890 voru 31,0%
allra iðnaðarmanna í landinu búsettir í Reykjavík, en 1901
37,0%.
Samtímis eflingu atvinnugreinanna vex tala daglauna-
manna. Eiga þilskipaútgerðin og aukin viðskipti líklega
drýgstan þátt í því. Árið 1850 voru daglaunamenn 0,7%
þjóðarinnar, 1880 1,9%, en árið 1890 3,3%. Framan af
stóð vistarbandið í veginum fyrir því, að menn gerðust