Saga - 1969, Síða 17
UPPHAF ÍSL. VERKALÝÐSIÍREYFINGAR 13
daglaunamenn, en ákvæði laga um vistarband voru mild-
uð til muna á árunum 1890—1900.
„Hugsunarháttur vinnulýðsins var orðinn þannig áður
en alþingi losaði um tjóðurbandið, að fjöldi fólks braut
lögin, — var laus í óleyfi, og er þetta opinber leyndar-
dómur, líklega um allt land“,5 segir í Þjóðólfi árið 1898.
Með daglaunamönnunum má mestmegnis telja þá, er
stunduðu óákveðna atvinnu. Árið 1850 voru þeir 0,6%, en
1890 2,0% þjóðarinnar. Þær forsendur umskipta í atvinnu-
lífi íslendinga, sem ekki voru fyrir hendi við upphaf ald-
arinnar, voru nú að mótast. Borgaralegt þjóðfélag í ev-
rópskum skilningi hafði að vísu ekki myndazt á íslandi árið
1901, en sú „borgaralega miðstétt í verzlun, kaupsýslu
og handiðju og frjálsa verkamannastétt“,6 sem skorti
1801, var á tímabilinu (1850—1901) að ryðja sér braut,
og þetta gerbreytti hlutföllum íslenzka bændaþjóðfélags-
ins. Hin félagslega verkaskipting var nú mjög breytt, þótt
hver nýr starfshópur væri enn smár í samanburði við þá,
sem við landbúnað störfuðu. Ætla má, að þeir hópar, sem
áttu eftir að mynda hagsmunasamtök verkafólks, hafi
einkum sótt meginstofna sína til þeirra, er áður skipuðu
lausamanna- og vinnuhjúaflokkinn, þótt mikill hluti út-
fluttra til Ameríku kæmi einnig úr þeim flokki.
Ef litið er á önnur svið íslenzks atvinnulífs en starfs-
skiptinguna, blasa umskiptin hvarvetna við um aldamótin.
Þá er svo komið, að fimmti hver íslendingur býr í bæjum.
í Reykjavík hafði bæjarbúum fjölgað úr 1149 árið 1850
í 6682 árið 1901. Rétt er að benda á, að landsmönnum
fækkar á áratugnum 1880—1890 vegna Ameríkuferðanna,
og hefur það seinkað atvinnuumskiptunum og valdið skorti
á vinnuafli. Á tímabilinu verða talsverðar verklegar fram-
farir í landbúnaði, betri áhöld eru tekin í notkun. Fram-
leiðslan jókst, þó að landbúnaðurinn yrði vegna Ameríku-
ferða að komast af með minna vinnuafl en áður.
Áður hefur verið getið um framfarir í sjávarútvegi,
einkum í þilskipaútgerð.