Saga - 1969, Page 29
UPPHAF ISL. VERKALÝÐSHREYFINGAR 25
verkalýðsfélög, og landssamband, „De samvirkende fagfor-
bund“, var stofnað árið 1898. Tveim árum áður höfðu at-
vinnurekendur stofnað eigin samtök.
Hin frjálslynda stjórnarskrá Norðmanna tryggði fullt
félagafrelsi, en verkföll höfðu verið bönnuð með lögum frá
árinu 1783, og voru þau lög ekki numin úr gildi fyrr en
1839. Aftur á móti beittu vinnuveitendur verkbönnum á
forystumenn verkamanna á árunum 1870—90, og fluttust
þá margir þeirra til Vesturheims. Elzta norska stéttar-
félagið, Prentarafélagið, var stofnað 1872. Á næstu fjór-
um árum stofnuðu faglærðir verkamenn mörg stéttarfé-
lög. Þau höfðu þó lítil áhrif framan af, en upp úr 1880 voru
stofnuð 60—70 verkalýðsfélög, einkum í Kristjaníu og
Bergen. Tók þá og að gæta áhrifa sósíalista, aðallega frá
Danmörku. Prentarar stofnuðu landssamband prentara
árið 1882, og ári síðar stofnuðu 13 félög „Fagforeningenes
Centralkommite", sem hóf árið 1884 að gefa út blaðið
„Vort Arbeid“. Það fékk síðar nafnið „Social-Demokrat-
en“ og 1923 sitt núverandi nafn, „Arbeiderbladet“. „Det
Norske Arbeiderparti“ var stofnað árið 1887. Á síðasta
tug aldarinnar voru fjölmörg almenn verkamannafélög
stofnuð, en norska verkalýðshreyfingin laut algerlega for-
ystu faglærðra verkamanna. Áttu þeir frumkvæðið að
stofnun landssambands verkalýðsfélaganna, „Arbeidernes
Fagiige Landsorganisasjon“, árið 1899.
Skipulagsbundin samtök verkafólks í Svíþjóð voru stofn-
uð nokkru síðar en í nágrannalöndunum. Faglærðir verka-
rnenn hófust þar handa á níunda tug aldarinnar. Áhrifin
fliá rekja til Danmerkur og Þýzkalands. Undir forystu
Hjalmars Brantings var „Sveriges Socialdemokratiska Ar-
betarparti stofnað árið 1889. Níu árum síðar var stofnað
landssamband sænskra verkalýðsfélaga.
Snemma byrjaði samstarf verkalýðshreyfinganna í
löndunum þrem. Kom „Den Skandinaviske Arbeiderkon-
gress“ saman reglulega síðasta áratug 19. aldarinnar.