Saga - 1969, Page 30
26
ÖLAFUR EINARSSON
>'«r<Yur-.Vmcríka
Fyrsta bandaríska verkalýðsfélagið nefndist „The Fede-
ral Society of Journeymen and Cordwainers“, stofnað árið
1794 í Philadelphíu. Nokkrum mánuðum síðar stofnuðu
prentarar í New York stéttarfélag. Á fjórða tug 19. aldar-
innar starfaði verkamannaflokkurinn, „The Workingmen’s
Party“, í Bandaríkjunum, en hafði mjög takmörkuð áhrif.
Það var ekki fyrr en á iðnvæðingartímabilinu eftir borg-
arastríðið, að verkalýðshreyfingin varð fjöldahreyfing.
Árið 1866 var fyrsta landssambandið stofnað, „The Nati-
onal Labor Union . Eftir verkfallsósigur í New York árið
1872 leið sambandið undir lok. Aðalbaráttumál þess var
krafan um 8 stunda vinnudag. Efnahagsörðugleikamir
á áttunda áratugnum leiddu til þess, að verkalýðsfélögin
áttu örðugt uppdráttar. Ör straumur innflytjenda gerði
verkalýðshreyfingunni einnig erfitt um vik að beita sam-
takamætti í réttindabaráttunni.
Á þessum erfiðu tímum hófu Riddarar vinnunnar,
„Knights of Labor", tilraun til að sameina alla verkamenn,
faglærða sem ófaglærða, af öllum kynþáttum og þjóðern-
um í eitt landssamband. Fyrsta deild Riddara vinnunnar
var stofnuð af níu klæðskerum í Philadelphíu, 9. desember
1869. Fimm árum síðar hafði þessi leynilega „riddara-
regla“ breiðzt út til fjölmargra borga og ríkja. Árið 1878
hófu þeir að halda sameiginleg þing og samþykktu stefnu-
yfirlýsingu. Deildir Riddara vinnunnar voru 5892 að tölu
árið 1886 og félagatalan yfir 700.000, og voru þeir sterk-
astir meðal ófaglærðra verkamanna.
Ýmis stéttarfélög, einkum faglærðra verkamanna, sam-
einuðust árið 1881 í „The Federation of organized Trades
and Labor Unions of the United States of America and
Canada". Samband þetta hóf verkfall árið 1886, sem Ridd-
arar vinnunnar börðust gegn. Við það misstu Riddararnir
traust verkamanna, og upp frá því fór fylgi þeirra og
áhrif dvínandi. Árið 1890 var félagatala þeirra komin nið-
ur í 100.000. Sambandið varð aftur á móti sterkara, og í