Saga - 1969, Page 33
UPPHAF ISL. VERKALÝÐSHREYFINGAR 29
ei' í fyrsta skipti, er segja má, að íslendingar hafi runnið
og sigrað í broddi fylkingar hér vestra og haft þá ánægju
að sjá enska lýðinn fylgja sér dyggilega".13 0g ári síðar
segir Þjóðólfur fréttir af verkfalli fslendinga í Winnipeg
og bætir við fréttina: „Enn fremur er sagt, að samheldnin
og hugrekkið meðal landa vorra farj vaxandi með degi
hverjum. fslendingar eru því farnir að fylgjast með tíman-
um í þessu eins og stórþjóðirnar . . ,“.14
íslenzka verkamannafélagið í Winnipeg starfaði fram
til 1898.
Á árunum 1901-—08 starfaði jafnaðarmannafélag í
Winnipeg, og var aðalforvígismaður þess Sigurður Júlíus
Jóhannesson. Hann ritstýrði málgagni þess, Dagskrá, en
hann hafði áður keypt Dagskrá Einars Benediktssonar og
ritað þar um málefni verkamanna.
Erfitt er að benda á bein áhrif íslenzka verkamannafé-
lagsins í Winnipeg á upphaf verkalýðssamtaka á íslandi.
Öll skjöl félagsins munu nú vera glötuð,in svo að í dag
verður að lesa sögu þess af síðum Vesturheimsblaðanna, á
sama hátt og fréttir af starfi þess bárust til íslands fyrir
aldamót. En fréttir af lífskjörum daglaunamanna í Vestur-
heimi hafa spurzt til íslands í bréfum vesturfaranna og
af erindum um Vesturheim. Það hafa eflaust þótt tíðindi
hér heima, að í Ameríku væri mánaðarkaup vinnumanna
ámóta og árskaupið á Fróni, enda segir Jakob Hálfdánar-
son, „faðir kaupfélaganna“, í sinni þingeysku (skrifuðu)
fræðibók, að eftir að ferðir til Vesturheims byrjuðu fyrir
alvöru, 1873, „leið ekki á löngu, að sögur fóru að berast um
kaupgjaldið í Ameríku. Það fór brátt að hafa áhrif á fólk-
ið. Það vildi fá hærra kaup, hafa ákveðinn vinnutíma og
styttri en áður var venja. Vinnumenn veittust að hús-
bændum í sumum sveitum með harðar ádeilur fyrir með-
ferðina á sér og gerðu þeim nú afarkosti“, — að því er þá
þótti“.16
Verður nánar vikið að áhrifum vesturfara á upphaf ís-
lenzkrar verkalýðshreyfingar síðar (sjá IV. kafla).