Saga - 1969, Side 40
36
ÓLAFUR EINARSSON
ina, og bendir á, hvemig umhverfið er bölvaldurinn, en
þeir aðeins leiksoppar þess.
Aðstaða sjómanna, fjölmennustu stéttarinnar meðal
bæjarbúa, er sízt betri og samtakaleysið hið sama. En eitt
finnur Gestur þeim til hróss í fyrirlestrinum, og það er
ræktarsemi þeirra við stéttarbræður sína. Hann segir:
„að af öllum stéttum hér í bænum er mér lang-hlýjast í
hug til sjómannanna; . . . það fellur enginn skuggi af ein-
staklingunum á þá stéttarhugmynd, sem ég geri mér af
sjómönnunum“.24 En það var þó ekki fjölmennasta og
samhentasta stéttin (að dómi Gests), sem varð fyrst til
að binda enda á samtakaleysi verkafólks í Reykjavík.
Úr röðum iðnaðarmannaflokksins, en innan hans voru
taldir á nítjánda hundrað einstaklingar við manntalið 1890,
þar af tæpur þriðjungur búsettur í Reykjavík, var fyrsta
tilraunin gerð.
Prcntarafélagi<f eldra
Handverks- og iðnaðarmenn skiptust í fjölmarga undir-
flokka. Einn fámennasti hópurinn, sem ekki einu sinni var
flokkaður sér á manntalinu 1890, reið á vaðið og stofnaði
fyrsta stéttarfélagið, sem sögur fara af á íslandi.
Fyrstu heimildir um félagsstarfsemi prentara í Reykja-
vík eru frá sumrinu 1886. Þá stofna prentarar skemmti-
og fræðslufélag, er þeir nefndu Kvöldvöku, og gáfu út
handskrifað blað, Kvöldstjörnuna. Hafa varðveitzt af því
6 tölublöð, sem eru jafnframt eina heimildin um tilvist fé-
lagsins. Fyrsta tölublað hefur glatazt, en 2. tbl. var dagsett
10. október 1886, og kom blaðið síðan út vikulega. 5. tbl.
hefur einnig glatazt, en 8. tbl. er frá 4. desember, og er
óvíst, hvort Kvöldstjarnan hættir þá að koma út, því að
1. tbl. Prentarans kom ekki út fyrr en 10. marz 1887. Einn-
ig getur verið, að þau tölublöð hafi glatazt. Auðsætt er á
Kvöldstjörnunni, að verið er að þreifa fyrir sér um mynd-