Saga - 1969, Page 45
UPPHAF ISL. VERKALÝÐSHREYFINGAR
41
minnist á ámóta félagsskap iðnbróður síns, Benjamíns
Franklíns, í Bandaríkjunum og handskrifuð blöð Þingey-
inga og nemenda Lærða skólans. Tillag Jóhannesar til
bókasafnsins sýnir, að hann hefur kynnt sér ýmis lög
og reglugerðir annarra hérlendra félaga, t. d. Þjóðvinafé-
lagsins, enda bera ítarleg lög og reglugerðir Prentarafé-
lagsins vitni um góða þekkingu á þeim efnum. Víða hefur
því Jóhannes leitað fyrirmynda við félagsstofnunina. Auk
Jóhannesar virðast bræður tveir að norðan, þeir Magnús
og Stefán Péturssynir, og Oddur Björnsson, síðar prent-
smiðjustjóri, vera aðalforvígismenn félagsins, einkum eft-
ir að Jóhannes fluttist vestur til ísafjarðar.
Ástæðan til þess, að prentarar í Reykjavík stofna sam-
tök sín árið 1887, virðist vera ótti þeirra við atvinnuleysi.
Jóhannes nefnir það í greininni og telur einmitt samtök
einu vörn prentara. Og þar kemur einmitt fram glögg-
skyggni Jóhannesar á stéttarstöðu prentara og verðmæta-
sköpun vinnunnar. Hann sér einnig, hve aðstaða þeirra er
erfið og hve varkárir þeir þurfa að vera. Hann skrifar:
... að prentaraflokkurinn hafi átt við harðstjórn og kúgun að
búa um tíma, nú á slíkt sér ekki lengur stað, nú er frelsi hans i
fullum mæli, stigi launanna hæfilegur, en þá koma þessi harðæri,
sem svipta flokkinn atvinnu; við þvi er auðvitað ekki hægt að gjöra
til hlítar, en þó eru félagsleg samtök hið helzta til að draga úr,
ráða bót á og koma í veg fyrir slíkar og þvílikar misfellur, verða
þau þá að forðast allar öfgar, en leita að hógværum meðalvegi,
hafa ávalt hugfast, að vinnuaflið sé hjá þeim starfandi mannflokki,
sem peningarnir eru arðlausir án, þá er þó hálfur sannleikur fólg-
iun I talshættinum: „auðurinn er afl þeirra hluta er gjöra skal“,
og að vinnuaflið er litlu sjálfstæðara án peninga en þeir án þess,
enda þó þeir séu framleiddir af þvi og það I sameinuðu ásigkomu-
lagi sé óefað hið langsterkasta afl í mannlífinu“.2T
I 8. gr. laganna er greint frá því, hvernig fara skuli með
kjaramál prentara, og sýna lagaákvæðin, að þeir hafa
bekkt til kjarasamninga erlendis. Þar er kveðið svo, að
íólagið skuli setja nákvæmar og sanngjarnar reglur um
tölu prentnema og prófun þeirra, og séu prentsmiðjueig-
endur annar málsaðilinn, en félagið hinn. Einnig áttu