Saga - 1969, Page 46
42
ÓLAFUR EINARSSON
prentsmiðj ueigendur og nefnd félagsins að semja verð-
lagsskrá um tímaborgun og ákvæðisvinnu. Heimildimar
greina aftur á móti ekkert frá því, hvort ákvæðunum hafi
verið beitt og samningar gerðir. Til er verðlagsskrá óundir-
skrifuð í lagabókinni, sem gæti hafa verið uppkast eða
samþykkt félagsins, en ekkert er getið um viðbrögð við-
semjenda þess. Þar eru ákvæði um „60 klst. vinnuviku
auk borðunartíma", en kaup yfirleitt reiknað eftir letur-
gerð og fjölda settra stafa. Félagið hefur lagt mikla
áherzlu á að takmarka tölu prentnema, en prentsmiðju-
eigendur sáu sér hag í því að hafa sem flesta nema, og það
olli atvinnuleysi útlærðra prentara.
1 lögunum og skrifum prentara í blaðinu ber meira á
því, að þeir álíta tilgang félagsins fremur að svala fróð-
leiks- og menntunarþorsta félagsmanna en starfa að hags-
munamálum. Jóhannes segir í fyrmefndri grein: „Tilgang-
ur félagsins er, eins og glöggt er tekið fram í lögum þess,
sá einn, að reyna með sameinuðum kröftum að fræða og
mennta meðlimi sína, svo vel sem unnt er, svo að þeir með
tímanum öðlizt almenna viðurkenningu þess, að þeir hafi
náð erlendri fullkomnun í aliri þeirri þekkingu og kunnáttu,
er viðvíkur iðninni, og séu jafnframt öðrum hérlendum
iðnaðarmönnum fremri, hvað snertir menntun og bók-
fræði“.28 Og Jóhannes telur „fróðleiks og menntametnað“
prentara hafa komið þeim til þess að stofna félag sumarið
1886 og fylgja dæmi Franklíns.29 Það er því óhætt að
segja, að prentarar hafi sett markið hátt, er þeir stofnuðu
fyrsta íslenzka stéttarfélagið, en ekki er ólíklegt, að þeir
hafi viljað dylja, að það væri hagsmunasamtök, og ætlazt
til, að menn álitu það menningar- og skemmtifélag stéttar-
innar. Það, hve lítið hefur frétzt af tilvist félagsins út í
frá, styður þann grun.
Þegar félagið hafði starfað eitt ár, hafði heldur lítið
áunnizt á „því afar stóra verkasviði“, sem það í upphafi
hafði markað sér. Atvinna hafði verið með minnsta móti,