Saga - 1969, Síða 47
UPPHAF ISL. VERKALÝÐSHREYFINGAR 43
og fátækt félagsmanna og þar með félagsins dró úr starf-
seminni. I blaðinu voru fyrst og fremst þýddar greinar og
greinaflokkur eftir Jóhannes, sem hét „Prentlist fyrr og
nú“. í lögum félagsins var gert ráð fyrir, að hver félags-
maður greiddi 1 y2 eyri af hverri krónu, sem hann vann
sér inn, í félagssjóð, en tekjur félagsins á 1. ári urðu 64
kr. Jóhannes skrifar í 19.—21. tbl. árið 1888 um nauðsyn
þess, að félagið kæmi sér upp fastasjóði. Þar rekur hann
hugmynd sína um það, að í framtíðinni eignist félagið
eigin prentsmiðju. Hann hvetur og til þess, að félagið nái
til allra prentara á landinu og komi sér upp trúnaðarmönn-
um erlendis til að fylgjast með þróun mála í prentiðninni
þar. Síðasta tölublað Prentarans er frá 15. desember 1889,
og er þá auðséð, að deyfð er komin yfir félagsmenn. 1 síð-
ustu tölublöðunum eru spurningar sem þessar frá ritnefnd:
„Af hverju þegið þið“?30 „Ætlið þið ekki að taka til
máls“?31 í lagabókinni er að finna breytingartillögur við
reglugerð félagsins, sem samþykktar voru á fundi þess 4.
maí 1890. Er það að líkindum síðasti fundur, sem haldinn
var í félaginu. Ástæðan til þess, að félagið deyr, er eflaust
brottflutningur virkustu félaganna. Jóhannes var farinn,
bræðurnir tveir fara til Vesturheims árið 1890, Oddur
Björnsson fór til Kaupmannahafnar árið 1889. Þar með
var kjarninn horfinn. Eignir félagsins voru síðan seldar
á uppboði meðal prentara og lentu hjá Stefáni Runólfs-
syni, er varðveitti þær frá glötun. Aðeins fjórir af félögum
Prentarafélagsins gengu í HÍP, en enginn þein-a var
meðal stofnenda. í sjö ár eru prentarar því án samtaka, og
hefur það eflaust verið lærdómsríkt skeið.
Það var hljótt yfir starfsemi fvrsta íslenzka stéttarfé-
lagsins. Vesturheimsferðirnar urðu því dýrkeypt blóðtaka
eins og þjóðinni í heild, enda fór þangað mikill fjöldi efni-
legra manna, einkum úr hópi iðnaðarmanna, sem vestra
stóðu betur að vígi hvað samkeppni snerti. Undarlegt er,
að Gestur Pálsson, sem hafði mikil samskipti við prentara