Saga - 1969, Page 48
44
ÓLAFUR EINARSSON
vegna blaðamennskunnar, virðist ekkert vita um tilvist
Prentarafélagsins. í fyrrnefndum fyrirlestri minnist hann
ekki á það. Aftur á móti minnist hann á annað félag iðn-
aðarmanna, þ. e. samtök skósmiða.
Skosniiðafclagið í Rcykjavík
í febrúarmánuði 1888 koma skósmiðir í Reykjavík sam-
an til fundar til að ræða ástandið í skósmíðaiðninni. Sam-
kvæmt manntali, sem tekið var tveim árum síðar, voru
skósmiðir í Reykjavík 26 að tölu. Á fundinum urðu fund-
armenn á eitt sáttir um að stofna Skósmíðafélag í Reykja-
vík, og var markmið þess i„að efla og styðja iðn sína með
því að takmarka námspiltafjölda meir hér eftir en að
undanförnu og lengja námstímann“J32 Auk þess gáfu þeir
út verðlagsskrá yfir skóaðgjörðir og skófatnað, dagsetta
19. febrúar, sem hver félagsmaður varð að fylgja, að við-
lögðum sektum. Um leið lækkuðu þeir verð á nýjum skó-
fatnaði.
Eitt brýnasta hagsmunamál handiðnaðarsveina í Reykja-
vík var að koma í veg fyrir, að það fjölgaði um of í iðn-
greininni. Þessi viðhorf eru vel kunn frá gildum iðnaðar-
manna í Evrópu á miðöldum, og um þessar mundir var
þetta enn brýnna. Ástæðan var sú, að innflutningur á
erlendum, verksmiðjuunnum skófatnaði ógnaði atvinnu-
öryggi skósmiða. Skósmíðaiðnin var ekki einungis bundin
við viðgerðir á skóm eins og nú á dögum, heldur var hér
innlend framleiðsla á skóm. Skósmiðir voru ekki meistarar
einir, heldur hélt hver meistari nokkra sveina.33 í félaginu
voru að líkindum bæði meistarar og sveinar, en ógnun iðn-
byltingarinnar við iðnina varð þess valdandi, að það var
sameiginlegt hagsmunamál að draga úr fjölgun í iðngrein-
inni. Auglýsandi í Þjóðólfi er félagsstjórnin, og óvíst er,
hverjir hafa skipað hana. í desember sama ár birtist í