Saga - 1969, Page 50
46
ÓLAFUR EINARSSON
un Skósmiðafélagsins, héldist lengi. Jón Ágúst Teitsson
skósmiður auglýsir haustið 1888, að þar sem hann verði
ekki í félaginu þann vetur, selji hann mun „billegra en
meðlimir nefnds félags eftir verðlista sínum“.38 Gestur
Pálsson segir í fyrrnefndum fyrirlestri frá stofnun félags-
ins og átelur þessi svik við félagið: „Hugsunin er góð og
tilraunin gæti komið að miklu liði, ef vel væri, en það á
svo sem ekki að ganga slysalaust. Nú er einn skósmiður
farinn að auglýsa, að hann sé alls ekki bundinn við sölu-
verð í félaginu, og það eru enda mikil líkindi til, að hon-
um takist að sliga félagið og ef til vill ríða því að fullu,
ef margir snúa á sömu leið og hann“.39 Allar líkur benda
til, að Gestur hafi í þessu verið sannspár um örlög félags-
ins. f ársbyrjun 1889 lenda Rafn Sigurðsson og Lárus G.
Lúðvígsson í harðri ritdeilu40 um það hvor kunni að búa
til stígvél með korksólum. Eintrjáningsskapurinn hefur
riðið félaginu að fullu, og engar heimildir eru til um fram-
hald á félagsstarfsemi skósmiða. Félagið verður vart talið
hreint stéttarfélag, þar eð meistarar munu einnig hafa átt
aðild að því. En viðleitni þess til að verjast of mikilli f jölg-
un í iðninni og varnarbarátta þess gegn erlendri fjölda-
framleiðslu er athyglisverð tilraun fámenns hóps iðnaðar-
manna til að mæta nýjum framleiðsluháttum þjóðfélags-
gerðar, er var þeim framandi.
i Eftir hið skamma starf Prentara- og Skósmiðafélagsins
er hljótt um alþýðusamtökin á fslandi. Engin stéttarfélög
eru stofnuð, svo að sögur fari af, fyrr en árið 1894.^ Ekki
hefur þó færzt deyfð yfir félagsstarfsemi í landinu, því að
fjöldinn allur af félögum var stofnaður á þessu tímabili.
Tvö þeirra hafa nokkurn blæ hagsmunasamtaka eða urðu
hagsmunasamtök síðar.
Hið fyrra var Hið íslenzka kennarafélag, stofnað 16.
febrúar 1889. í fyrstu lögum þess er kveðið svo á, að mark-
mið þess sé fyrst og fremst „að efla menntun hinnar ís-
lenzku þjóðar“,41 en jafnframt er þess getið, að það ætli