Saga - 1969, Page 52
48
ÓLAFUR EINARSSON
ins. Með tilkomu þilskipaútg'erðarinnar við Faxaflóa upp
úr miðri 19. öldinni gjörbreytist afstaða sjómannsins til
útgerðarinnar og þó sérstaklega til útgerðarmanna, sem
voru að jafnaði einnig kaupmenn. Sambandið milli útgerð-
armanna og háseta varð þá minna, ópersónulegra, og at-
vinnureksturinn varð með stórbrotnara sniði, þar sem
hagsmunaandstæðumar komu skýrt í ljós. Reykjavík hafði
einnig vaxið ört, einkum vegna aðstreymis fólks, er byggði
afkomu sína á fiskveiðum. Bærinn var orðinn helzta út-
gerðarstöð við Faxaflóa, og þaðan gerðu stærstu þilskipa-
eigendurnir út. Árið 1865 var ekkert þilskip gert út frá
Reykjavík, en um aldamótin voru þau orðin 61 við Faxa-
flóa, þar af 48 frá Reykjavík, og urðu þilskipin ekki fleiri
eftir það.43 Þilskipaútgerð og verzlun Geirs Zoega var að-
alútgerðaraðilinn í Reykjavík, og mun hann hafa átt alls
18 skip. Tryggvi Gunnarsson, sem varð bankastjóri Lands-
banka íslands árið 1893, var helzta stoð og stytta útvegs-
ins í Reykjavík. 42% íbúa Reykjavíkurkaupstaðar höfðu
lífsviðurværi sitt af fiskveiðum árið 1890,4 4 og hafði sú
tala aukizt jafnt og þétt. Afkoma og öryggi sjósóknar-
manna hafði því mikla þýðingu fyrir atvinnulífið í höfuð-
staðnum.
Sjómenn höfðu farið varhluta af vaxandi félagslífi bæj-
arins, þar sem vinnutími þeirra var þrándur í götu þátt-
töku þeirra í félagsstarfsemi. Sjómenn á þilskipum voru
þó í höfn vetrarmánuðina, yfirleitt frá því í október til
febrúarloka, er vertíð hófst. Tilraunir höfðu verið gerðar
til að stofna félagssamtök sjómanna. Áður hefur verið
minnzt á starfsemi Sjómannaklúbbsins. Séra Oddur V.
Gíslason í Grindavík lét öryggismál sjómanna mjög til sín
taka. Hann var eldheitur baráttumaður fyrir margvísleg-
um málefnum, en störf hans að slysavörnum ber hæst.
Hann ferðaðist verstöð úr verstöð til að vekja sjómenn
til meðvitundar um nauðsyn öryggisútbúnaðar á skipum.
Hann flutti ræður og gaf út tímaritið Sæbjörgu um þetta
efni. „Hann hugsaði ekki einungis um stofnun bjargráða-