Saga - 1969, Page 58
54
ÓLAFUR EINARSSON
eftir öðrum. Aðrir, sem ritað hafa um Bárufélögin, styðj-
ast við fásögn Péturs. Auk þess hafa birzt viðtöl við Ottó
N. Þorláksson um Bárufélögin,57 en þau eru því miður
höfð, er hann var kominn á efri ár. Þó eykur það heimilda-
gildi frásagna Ottós, hve vel honum entist skýr hugsun
og minni, og ýmsar munnlegar upplýsingar hans á efri
árum um Bárufélögin hafa komið vel heim við fundargerð-
ir þess 1902—1910, þótt langt væri liðið frá því hann
hafði þær undir höndum.58 Við ofangreindar heimildir
verður að styðjast í eftirfarandi lýsingu, þar eð þær kom-
ast næst atburðunum, þótt þær séu yngri heimildir en
æskilegt væri.
Tveir nemendur Stýrimannaskólans, þeir Ottó N. Þor-
láksson og Geir Sigurðsson, virðast fyrstir hafa hafizt
handa um stofnun Bárunnar í þeim tilgangi að mæta að-
gerðum útgerðarmanna. Þeir leituðu liðsinnis Jóns gagn-
fræðings Jónssonar þar eð þeir áttu sjálfir erfitt með að
hafa forystu á hendi vegna námsins. Þeir þrír hafa síðan
athugað undirtektir háseta í Reykjavík og boðað til fund-
ar á veitingastaðnum Geysi (Skólavörðustíg 12) 14. nóv-
ember kl. 8 e. h. Þar komu um 30 sjómenn. Þar voru íélag-
inu sett lög og skipuð þriggja manna stjóm, sem var þann-
ig skipuð: Jón Jónsson, formaður, Hafliði Jónsson og Geir
Sigurðsson. Pétur G. Guðmundsson lét í bók sinni prenta
lög félagsins, en vafasamt er, hvort það eru upprunalegu
lögin. Þar segir um tilgang félagsins í 2. gr.: „Aðalstefna
félagsins er að auka og viðhalda velmegun og réttindum
sjómanna jrfir höfuð“.50
í grein um Sjómannafélagið Báruna, sem Ottó N. Þor-
láksson birti í Þjóðólfi tveim árum eftir stofnun félags-
ins, ritar hann um markmið þess og vitnar í „grundvallar-
setningu“ félagsins: „Aðaltilgangur félagsins er: að bæta
hagsmuni þilskipaháseta á Islandi, jafnframt því sem fé-
lagið lætur sér annt um velgengni allra sjómanna yfir
höfuð“. Útgerðarmenn eða kröfur gegn þeim eru hvergi
nefndar á nafn í lögum félagsins.“,G0 segir Ottó, og bend-