Saga - 1969, Page 59
UPPHAF ISL. VERKALÝÐSHREYFINGAR 55
ir orðalagið í 2. gr. til þess, að Pétur hafi haft yngri
gerð laganna undir höndum. Þau félagssamtök, sem for-
göngumennirnir þekktu bezt til, voru góðtemplararegl-
an, er þá var mjög útbreidd meðal alþýðu manna, og
byggðu þeir á reynslu þaðan við félagsstörfin. Að fundi
loknum gengu fundarmenn fylktu liði niður Skólavörðu-
stíg og sungu: „Vei þeim fólum, sem frelsi vort svíkja . . .“.
Félagið hélt síðan fundi vikulega til febrúarloka, er vertíð
hófst. Fyrsta verkefni félagsins var að svara aðgerðum út-
gerðarmanna. 10. desember sendu félagsmenn útgerðar-
mönnum reglur um kjör háseta, sem 80 menn höfðu
undirritað. Birtust þær í Þjóðólfi, sem fyrr segir. Eru kröf-
ur þeirra ívið hærri en reglugerð útgerðarmanna kvað á
um, en í samræmi við kjör á síðustu vertíð. Þeir krefjast
þess að fá „helming af kaupi sínu í peningum", og „allan
kost ókeypis hjá útgerðarmanni, eins og hann er ákveðinn
í farmannalögunum".61 Þetta ákvæði farmannalaganna
höfðu útgerðarmenn reynt að sniðganga og skrifuðu í
blöðin kvartanir um það efni. Skipstjórafélagið Aldan
gerðist sáttasemjari í deilunni, og gáfu báðir aðilar eftir.
Ólíklegt er, að samkomulagið hafi verið gert skriflega, en
með þessu samkomulagi hefur Útgerðarmannafélagið í
raun (de factó) viðurkennt Báruna sem samningsaðila,
þótt það reyndi síðar að semja beint við einstaklinga. Starf
Bárunnar beindist annars fyrst og fremst að því að efla
samheldni og félagsþroska félaganna. Eftir undirskriftum
háseta að dæma hafa undirtektir þeirra við starf Bárunn-
ar verið góðar, en erfitt reynist að innheimta félagsgjald-
ið (1 kr.). Átti félagið alla tíð í miklum fjárhagsörðugleik-
um, ekki sízt er það réðst í það stórvirki að reisa Bárubúð.
Árið 1897 eða 1898 var stofnuð deild, „Báran nr. 2“ í Hafn-
arfirði. Blaðið fsland skýrir svo frá stofnun þess: „Báran
var stofnuð fyrir fáum árum. Nú hefur hún fært út kví-
arnar út fyrir Reykjavík og er í sambandi við hana ný-
stofnað hásetafélag í Hafnarfirði“.62 Hingað til hefur
verið álitið, að sú deild hafi verið stofnuð 1896, en fréttin