Saga - 1969, Page 64
60
ÓLAFUR EINARSSON
innlendra leppa, og hafði félagið, þegar vegur þess var
mestur, 60—120 manns í vinnu árið 1899. Undirstaða
helztu atvinnufyrirtækjanna var og fremur ótrygg, því
að veiðarnar vildu bregðast. Atvinnuöryggi var því lítið.
Auk þess kom mikið af aðkomufólki til vinnu, er uppgripa-
tíminn fór í hönd. Við þessar aðstæður gera íslenzkir verka-
menn fyrstu tilraunina til að mynda félag ófaglærðra
verkamanna.
Verknisiniiafélag SeyðisíjarO'sir
Engar tölur eru til um fjölda daglaunamanna á Seyðis-
firði í ársbyrjun 1897. Karlmenn í bænum voru 291, og
má áætla, að um 40% þeirra hafi verið 20 ára og yngri.
Daglaunamenn í landi, má þá ætla, að hafi verið innan
við eitt hundrað. Atvinna var um þetta leyti mikil, þótt
nokkuð drægi úr henni yfir vetrarmánúðina. Kaup verka-
manna á Seyðisfirði var ívið hærra en almennt gerðist
hér á landi, en nokkuð var um tilraunir til að fá ódýrara
vinnuafl utan bæjarins til vinnu í kaupstaðnum. Félagslíf
var svipað og í öðrum bæjum á íslandi, en ekki fjölbreytt.
Bæjarbragurinn var fremur frjálsmannlegur og stétta-
munur ekki eins mikill og annars staðar, enda stutt síðan
hinir ríkari komust til efna.70 Gróska var í alls konar
verzlunar- og pöntunarfélögum á Austfjörðum, og einnig
störfuðu nokkur almenn félög. Því er líklegt, að þeir, sem
hófust handa um stofnun verkamannafélagsins haustið
1896, hafi haft kynni af innlendu félagsstarfi. Einnig má
ætla, að með Austurlandsblöðunum og öðrum hafi mönn-
um borizt fréttir af innlendum og erlendum félagshreyf-
ingum, enda lét Bjarki, sem hóf göngu sína haustið 1896
og Þorsteinn Erlingsson ritstýrði, til sín taka, m. a. „ör-
eigamál“.71
Um stofnun Verkmannafélags Seýðisfjarðar er ekki eins
hljótt í blöðum samtímans og stofnun fyrri stéttarfélaga